Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 158

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2019, miðvikudaginn 27. febrúar var haldinn 158. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hallur Símonarson. Fundarritari var Kristín Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á skýrslu Innri endurskoðunar, dags. febrúar 2019, um eftirfylgniúttekt á innra eftirliti hjá Faxaflóahöfnum.  IE18080003

Pétur Sævald Hilmarsson frá Innri endurskoðun tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

-    kl. 09:08 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum

-    kl. 09:18 tekur Diljá Mist Einarsdóttir sæti á fundinum

2.    Fram fer kynning á skýrslu Innri endurskoðunar, dags. febrúar 2019, um verklegar framkvæmdir og innkaupamál. IE18050001

Jenný Stefanía Jensdóttir frá Innri endurskoðun tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar dags. 27. febrúar 2019 um ársreikning Sorpu bs.  IE19010001

Samþykkt.

Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar dags. 27. febrúar 2019 um ársreikning Félagsbústaða hf.  IE19010001

Samþykkt.

Diljá Mist Einarsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:

Einar S. Hálfdánarson er aðalmaður í endurskoðunarnefnd Félagsbústaða hf. Hann er löggiltur endurskoðandi að mennt og starfar sem hæstaréttarlögmaður. Einar hefur meistaragráðu í viðskiptafræði með aðaláherslu á reikningskil frá kunnum bandarískum háskóla á því sviði. Þá hefur hann langa starfsreynslu sem endurskoðandi og stjórnarmaður í íslenskum og erlendum fyrirtækjum auk þess sem hann hefur oftsinnis gegnt störfum sem sérfróður meðdómandi og dómkvaddur matsmaður þar sem reynir á reikningsskil og félagarétt. Það er álit Einars S. Hálfdánarsonar, sem hann hefur rökstutt ítarlega fyrir endurskoðunarnefnd, að Félagsbústöðum hf. beri ekki að sýna fasteignir félagsins sem fjárfestingareignir í ársreikningi félagsins og alls ekki í samstæðureikningi Reykjavíkurborgar. Að hans mati gefur það ekki glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins, hvað þá af samstæðu Reykjavíkurborgar og fær heldur alls ekki samrýmst ríkjandi sjónarmiðum um gagnsæi. Hann leggur til að stjórn Félagsbústaða hf. afli álits Stefáns Svavarssonar sem er helsti fræðimaður á Íslandi á sviði reikningsskila til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um reikningsskil Félagsbústaða hf. að þessu leyti, enda gríðarlegir hagsmunir sem eru undir, færi svo að reikningsskilin teldust ekki gefa glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins.

5.    Lagt fram erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða, dags. 22. febrúar 2019, varðandi ósk um leiðsögn vegna ábendinga Innri endurskoðunar varðandi siðareglur félagsins. Samþykkt að bjóða framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Höfða til fundar við nefndina.

6.    Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar dags. 26. febrúar 2019 um skýrslu starfshóps um áhættustýringu Reykjavíkurborgar frá júlí 2018.  IE18040005

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:05

Lárus Finnbogason

Sunna Jóhannsdóttir    Sigrún Guðmundsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 27.02.2019 - prentvæn útgáfa