Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 155

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2019, 12. febrúar, var haldinn 155. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur að Tjarnargötu 11 og hófst kl. 08:48. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Forföll boðaði Sunna Jóhannsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hallur Símonarson. Fundarritari var Kristín Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram yfirlýsing um stjórnskipulagslegt óhæði Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, dags. 15. janúar 2019, og fram fer umræða. IE18090004

-    kl. 09:15 víkur Lárus Finnbogason af fundi

2.    Lögð fram drög að erindisbréfi innri endurskoðanda Strætó bs. IE19020005

Sif Einarsdóttir frá Deloitte tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Frestað

3.    Fram fer kynning á drögum að innri endurskoðunaráætlun Strætó bs. IE19020005

Sif Einarsdóttir frá Deloitte tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir. 

-    kl. 09:50 tekur Lárus Finnbogason sæti á fundinum á ný

4.    Ytri endurskoðendur – stöðufundur. Lagt fram trúnaðarmerkt stöðuskjal um álitaefni við endurskoðunina og tímaáætlun ytri endurskoðenda. IE18120006

Sturla Jónsson, Guðrún Torfhildur Gísladóttir og Davíð A. Einarsson frá Grant Thornton endurskoðun ehf. taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

5.    Umsögn um skýrslu starfshóps um áhættustýringu Reykjavíkurborgar. IE18040005

Frestað.

6.    Fram fer kynning á verkefnum Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. IE19010003

7.    Umræða um kynningu endurskoðunarnefndar hjá Sorpu er fram fór 11. febrúar 2019. 

Fundi slitið kl. 12:16

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir     Einar S. Hálfdánarson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 12.02.2019 - prentvæn útgáfa