Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Árið 2019, 16. janúar, var haldinn 154. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur að Tjarnargötu 11 og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hallur Símonarson. Fundarritari var Kristín Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um upplýsingagjöf innri endurskoðenda til endurskoðunarnefndar og stjórna. IE17030003
Lögð fram verklagsregla endurskoðunarnefndar um upplýsingagjöf innri endurskoðenda til endurskoðunarnefndar og stjórnar, dags. 03.04.2017.
2. Lagt fram yfirlit yfir eftirfylgni með ábendingum ytri endurskoðenda hjá B hluta félögum borgarinnar. IE18120003
Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Endurskoðunarnefnd ítrekar ósk sína um svör við því hver staða ábendinga ytri endurskoðenda er gagnvart þeim B hluta félögum sem enn eiga eftir að senda inn svör við erindi endurskoðunarnefndar um eftirfylgni ábendinga ytri endurskoðenda.
Frestað.
3. Fram fer kynning á stöðu innleiðingar á áhættustýringu hjá Reykjavíkurborg. IE18040005. Lögð fram skýrsla starfshóps um áhættustýringu hjá Reykjavíkurborg, dags. júlí 2018.
Ingunn Þórðardóttir og Stefán Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Endurskoðunarnefnd fagnar þeim skrefum sem verið er að stíga í átt að markvissri heildaráhættustýringu innan A hluta borgarinnar með þeim skrefum sem stigin eru í skýrslu áhættustýringarhóps.
4. Fram fer kynning á verkefnum uppgjörsdeildar fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. IE19010001
Lagðar fram áætlaðar tímasetningar vegna mánaða- og árshlutauppgjöra á árinu 2019. Lögð fram trúnaðarmerkt skýrsla Innri endurskoðunar varðandi uppgjörsferli, dags. maí 2018, IE17120006.
Birgir Björn Sigurjónsson og Gísli Hlíðberg Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið
5. Fram fer umræða um skýrslu Innri endurskoðunar varðandi Nauthólsveg 100. IE18100002
Fundi slitið kl. 12:19
Lárus Finnbogason
Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir
Einar S. Hálfdánarson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 16.01.2019 - prentvæn útgáfa