Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 153

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2018, 19. desember, var haldinn 153. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur að Tjarnargötu 11 og hófst kl. 08:45. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Ólafur Kristinsson. Einar Hálfdánarson boðaði forföll. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll og var Ólafur Kristinsson boðaður í hennar stað. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram drög að ráðningarbréfi Grant Thornton, ódags. 2018, vegna endurskoðunar ársreiknings samstæðu Reykjavíkurborgar. IE17040001

Samþykkt

Sturla Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Fram fer umræða um drög að ráðningarbréfi Grant Thornton, ódags. 2018, fyrir B hluta félög samstæðu Reykjavíkurborgar. IE17040001

Sturla Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lögð fram endurskoðunaráætlun Grant Thornton fyrir ársreikning 2018. IE18120006

Sturla Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar til borgarráðs, dags. 19. desember 2018, um skýrslu Innri endurskoðunar "Nauthólsvegur 100". IE18100002

Samþykkt.

5.    Lögð fram starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2018–2019, dags 17. desember 2018. IE18120001

Samþykkt.

6.    Lagt fram minnisblað með tímaáætlun vegna funda endurskoðunarnefndar hjá dótturfélögum samstæðu Reykjavíkurborgar. IE18120002

Fundi slitið kl. 10:36

Lárus Finnbogason

Ólafur Kristinsson    Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 19.12.2018 - prentvæn útgáfa