Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 151

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2018, 5. desember, var haldinn 151. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur að Tjarnargötu 11 og hófst kl. 8:45. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar Hálfdánarson, Sunna Jóhannsdóttir og Ólafur Kristinsson. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll og var Ólafur Kristinsson boðaður í hennar stað. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Fundargerðir lagðar fram til undirritunar.

2.    Lagður fram samningur um endurskoðunarþjónustu 2018-2022 fyrir Reykjavíkurborg og tilgreind B-hluta félög við Grant Thornton, dags. 11. júlí 2018. IE17040001

3.    Fram fer umræða um ráðningarbréf Grant Thornton vegna endurskoðunar ársreiknings samstæðu Reykjavíkurborgar. IE17040001

4.    Fram fer umræða um stöðu endurskoðunar á samstæðu Reykjavíkurborgar og lykilþætti endurskoðunar, svo sem mat á gangvirðisbreytingum eigna og mat á innbyggðri afleiðu. IE17040001

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Óskað er eftir tímasettri endurskoðunaráætlun, sem innifeli lykilþætti endurskoðunar og helstu áhersluatriði við endurskoðun samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2018.   

Sturla Jónsson, Theodór S. Sigurbergsson, Guðrún Torfhildur Gísladóttir og Davíð Arnar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Fram fer umræða um vinnu við starfsáætlun endurskoðunarnefndar. IE18120001

6.    Lagðar fram til kynningar siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg, dags. 10. janúar 2017. 

7.    Lagðar fram og yfirfarnar starfsreglur endurskoðunarnefndar, dags. 29. september 2017. IE16110010

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Nefndin hefur yfirfarið starfsreglur endurskoðunarnefndar og telur ekki ástæða til að breyta þeim að þessu sinni. Starfsreglur nefndarinnar er lifandi skjal sem getur tekið breytingum ef tilefni er til þess. 

8.    Fram fer umræða um verkaskiptingu endurskoðunarnefndar vegna B-hluta félaganna, sbr. 2. kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar varðandi samskipti við aðila innan stjórnkerfis borgarinnar og skiptingu verkefna innan endurskoðunarnefndar, dags. 29. september 2017. IE16110010 

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ákveðið að Sunna Jóhannsdóttir og Lárus Finnbogason sjái um samskipti við Orkuveitu Reykjavíkur og að Einar Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir sjái um samskipti við önnur B-hluta félög borgarinnar, þ.e. Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaði hf., Malbikunarstöðina Höfða hf., Sorpu bs., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Aflvaka hf. og Strætó bs.

9.    Lögð fram drög að bréfi formanns endurskoðunarnefndar til framkvæmdastjóra dótturfélaga um eftirfylgni með úrvinnslu ábendinga ytri endurskoðenda, dags. 04. desember 2018. IE18120003

Samþykkt.

10.    Fram fer umræða um samskipti endurskoðunarnefndar við stjórnir dótturfélaga. IE18120002

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Formanni endurskoðunarnefndar falið að óska eftir aðkomu endurskoðunarnefndar á fyrsta reglubundna fundi stjórna dótturfélaganna í janúar 2019.

Fundi slitið kl. 10:48

Lárus Finnbogason

Einar Hálfdánarson    Sunna Jóhannsdóttir

Ólafur Kristinsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 05.12.2018 - prentvæn útgáfa