Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 150

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2018, 23. nóvember, var haldinn 150. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur að Tjarnargötu 11 og hófst kl. 12:05. Viðstaddir voru Lárus Finnbogason, Einar Hálfdánarson og Ólafur Kristinsson. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll og var Ólafur Kristinsson boðaður í hennar stað. Sunna Jóhannsdóttir boðaði forföll. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á drögum að árshlutareikningi A-hluta Reykjavíkurborgar og samstæðu janúar-september 2018. IE1801006

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd samþykkir að fela formanni að ganga frá umsögn til borgarráðs. 

Birgir B. Sigurjónsson og Gísli Hlíðberg Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

Fundi slitið kl. 13:00

Lárus Finnbogason

Einar Hálfdánarson    Ólafur Kristinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 23.11.2018 - prentvæn útgáfa