Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 149

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2018, 21. nóvember, var haldinn 149. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur að Tjarnargötu 11 og hófst kl. 08:45. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar Hálfdánarson, Sunna Jóhannsdóttir og Ólafur Kristinsson. 

Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll og var Ólafur Kristinsson boðaður í hennar stað.

Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Fundargerð síðasta fundar lögð fram til undirritunar. 

2.    Fram fer umræða um viðbrögð Félagsbústaða við ábendingum úr skýrslum Innri endurskoðunar.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Fram kom að markvisst væri verið að bregðast við ábendingum úr skýrslum Innri endurskoðunar. 

Sigrún Árnadóttir og Haraldur Flosi Tryggvason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Fram fer umræða um samskipti stjórnar Félagsbústaða við Innri endurskoðun og verklag er varðar opinbera birtingu helstu niðurstaðna úr skýrslum Innri endurskoðunar svo og tímaramma sem stjórn hefur til að bregðast við þeim. 

Sigrún Árnadóttir og Haraldur Flosi Tryggvason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar um árshlutareikning Orkuveitu Reykjavíkur sef. janúar-september 2018, dags. 20. nóvember 2018. IE18010006 

Samþykkt

5.    Fram fer kynning á niðurstöðum í skýrslu Innri endurskoðunar: Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í nóvember 2018. IE18090007.

Hallur Símonarson og Jenný Stefanía Jensdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Fram fer umræða um efnislegan tilgang með ráðningarbréfi vegna endurskoðunar ársreiknings samstæðu Reykjavíkurborgar. IE17040001

7.    Fram fer umræða um vinnu við starfsáætlun endurskoðunarnefndar. IE18120001 

8.    Fram fer umræða um 9 mánaða uppgjör A-hluta og samstæðu borgarinnar. Boðað hefur verið til aukafundar nefndarinnar vegna þessa föstudaginn 23. nóvember. IE18010006

Fundi slitið kl. 11:45

Lárus Finnbogason

Einar Hálfdánarson    Sunna Jóhannsdóttir

Ólafur Kristinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 21.11.2018 - prentvæn útgáfa