Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 148

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2018, 7. nóvember, var haldinn 148. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar.  Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur að Tjarnargötu 11 og hófst kl. 11:05. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar Hálfdánarson, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Fundargerð síðasta fundar lögð fram til undirritunar. 

2.    Fram fer umræða um gagnaumsýslu og vefskjalasafnið Pydio.

Kristín Vilhjálmsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lögð fram eftirfylgni á úttekt Innri endurskoðunar um mat á innra eftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. IE18030004.

4.    Fram fer umræða um ráðningarbréf ytri endurskoðenda. IE17040001 

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

GT mun yfirfara ráðningarbréf í samhengi við það sem fram kemur í verksamningi og útboðslýsingu og senda uppfært bréf til afgreiðslu nefndarinnar.  

5.    Fram fer kynning á fundi fulltrúa endurskoðunarnefndar með stjórn Strætó bs. þann 25. október 2018.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Á þessu fundi var vísað í skjal, umsögn endurskoðunarnefndar „Um fyrirkomulag innri endurskoðunar Strætó bs“,  dagsett 11. febrúar 2015.  Á fundinum var ítrekuð sú afstaða nefndarinnar að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falin innri endurskoðun hjá Strætó bs.

6.    Lögð fram eftirfylgniúttekt Innri endurskoðunar vegna eignaskráningar. IE18020004

Sigrún Lilja Sigmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Fram fer umræða um Félagsbústaði.

Frestað.

8.    Fram fer umræða um drög að starfsáætlun, helstu tímasetningar og viðfangsefni. IE18120001

9.    Önnur mál

Fram fer umræða um gangvirðismat við eignfærslu fastafjármuna í reikningsskilum B-hluta félaga Reykjavíkurborgar. 

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Nefndin telur að þetta sé eitt af sérstökum áhersluatriðum við endurskoðun ársreikninga 2018 og mun koma þeim sjónarmiðum á framfæri við ytri endurskoðendur borgarinnar. 

Einar Hálfdánarson leggur fram svohljóðandi bókun:

Gangvirði í reikningsskilum félaga í eigu sveitarfélags þarf að styðjast við sannfærandi, gild rök. Betri bókfærð afkoma telst ekki gild rök. Þar horfi ég m.a. einnig til skýrslu E&Y um "Public accounting  in 27 EU Member States" og staðla "International Public Sector Accounting Standards Board" þar sem sérstaklega er tekið fram að ekki megi líta á fasteignir í eigu sveitarfélaga sem eru ætlaðar lágtekjufólki sem fjárfestingareignir. Varðandi OR þarf að skoða sérstaklega af hverju það félag í eigu sveitarfélaga telur við hæfi að meta eignir við gangvirði. Styðst þetta e.t.v. við venju í reikningsskilum sambærilegra orkufyrirtækja, hérlendis eða erlendis?

Fundi slitið kl. 13:20

Lárus Finnbogason

Einar Hálfdánarson    Sunna Jóhannsdóttir

Ólafur Kristinsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 07.11.2018 - prentvæn útgáfa