Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 147

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2018, 23. október, var haldinn 147. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur að Tjarnargötu 11 og hófst kl. 8:33. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar Hálfdánarson, Sunna Jóhannsdóttir og Ólafur Kristinsson. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll og var Ólafur Kristinsson boðaður í hennar stað. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Fundargerð síðasta fundar lögð fram til undirritunar.

2.    Fram fer umræða um efnislegan tilgang með ráðningarbréfi vegna endurskoðunar ársreiknings samstæðu Reykjavíkurborgar með hliðsjón af verksamningi aðila sem kveður á um meginefni ráðningarbréfs samkvæmt endurskoðunarstaðli ISA 210..  IE 17040001

3.    Fram fer kynning á vinnu við endurskoðun ársreiknings fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar 2018. IE17040001

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Gerð var grein fyrir því að Grant Thornton eru byrjaðir að vinna að endurskoðun ársreiknings fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar. Áður hefur Grant Thornton unnið könnun á árshlutareikningum hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Félagsbústöðum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Sorpu.

Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Guðrún Torfhildur Gísladóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Fram fer umræða um notkun ársreikningalaga og reikningsskil sveitarfélaga, en skv. sveitarstjórnarlögum skal ársreikningur gerður samkvæmt lögum um ársreikninga, svo og aðrar góðar bókhalds- og reikningsskilavenjur, um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga. Einnig var rætt um stöðu félaga sem falla undir að vera félög tengd almannahagsmunum og fara eftir IFRS stöðlum í uppgjörum sínum.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd bendir á að ytri endurskoðendur, Grant Thornton, ættu ekki að taka að sér aukaverk hjá einstökum einingum innan samstæðu borgarinnar, samanber  verksamning.  Ef til þess kemur að óskað er eftir aukaverkum af hálfu GT verður að bera slík verk undir endurskoðunarnefndina áður en þau eru unnin, eins og fram kemur í útboðslýsingu.

Sturla Jónsson, Theodór S Sigurbergsson og Guðrún Torfhildur Gísladóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Fram fer kynning á drögum að verkefnisáætlun vegna úttektar á framkvæmdum á Nauthólsvegi 100. IE18100002

Hallur Símonarson, Kristíana Baldursdóttir og Sigrún Lilja Sigmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

Fundi slitið kl. 11:05

    Lárus Finnbogason

Einar Hálfdánarson    Sunna Jóhannsdóttir

Ólafur Kristinsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 23.10.2018 - prentvæn útgáfa