Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 146

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2018, miðvikudaginn 17. október, var haldinn 146. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur að Tjarnargötu 11 og hófst kl. 8:35. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar Hálfdánarson, Sunna Jóhannsdóttir og Ólafur Kristinsson. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll og var Ólafur Kristinsson boðaður í hennar stað. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir. 

Þetta gerðist:

1.    Fundargerð síðasta fundar lögð fram til undirritunar.

2.    Fram fer umræða um álit endurskoðunarnefndar Strætó um mögulega framlengingu samnings við Deloitte um innri endurskoðun Strætó bs., sbr.  umsögn endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. 11. febrúar 2015. 

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Lagt er til að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falin innri endurskoðun Strætó, sbr. áðurgreind umsögn dags. 11. febrúar 2015, og að fulltrúar endurskoðunarnefndar,  Ólafur  Kristinsson og Sunna Jóhannsdóttir, fari á stjórnarfund hjá Strætó og geri grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar.

Lárus Finnbogason og Einar Hálfdánarson víkja af fundi undir þessum lið.

3.    Fram fer umræða um hlutverk endurskoðunarnefndar gagnvart stjórn Sorpu bs. 

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Nefndin er ánægð með frumkvæði stjórnar að fara yfir hlutverk nefndarinnar gagnvart stjórn Sorpu og er tilbúin til að hitta formann og varaformann stjórnar Sorpu, hvenær sem þess er óskað.

4.    Lögð fram skýrsla Innri endurskoðunar um Félagsbústaði hf. IE1605007.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Nauðsynlegt er að tryggja að tímanlega sé unnið að úrbótum sem á hefur skort að því er virðist. Formanni endurskoðunarnefndar falið að boða stjórnarformann Félagsbústaða og starfandi framkvæmdastjóra á næsta fund endurskoðunarnefndar.   

Sigrún Lilja Sigmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Fram fer umræða um eftirlit með framkvæmdakostnaði í tengslum við  úttekt á Nauthólsvegi 100 og  úttekt um útboð og innkaup vegna fjögurra verkefna innan borgarinnar. IE18100002 og IE18050001.

Sigrún Lilja Sigmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Fram fer umræða um samanburð milli Íslands og Danmerkur varðandi reikningsskil, endurskoðun og lögmæti útgjalda.

Frestað. 

7.    Fram fer umræða um regluverk Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um stjórnsýsluendurskoðun í samanburði við lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.

Frestað.

8.    Fram fer umræða um aðgang endurskoðunarnefndar að lokuðu svæði.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun

Nefndarmenn ítrekuðu nauðsyn þess að aðgengi að Pydio fyrir nefndarmenn verði komið á hið fyrsta.

Fundi slitið kl. 11:03

Lárus Finnbogason

Einar Hálfdánarson    Sunna Jóhannsdóttir

Ólafur Kristinsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 17.10.2018 - prentvæn útgáfa