Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 145

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Ár 2018, þriðjudaginn 2. október var haldinn 145. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 8:37. Viðstödd voru Lárus Finnbogason, Einar Hálfdánarson, Sunna Jóhannsdóttir og Ólafur Kristinsson. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll og var Ólafur Kristinsson boðaður í hennar stað. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1.    Kjöri endurskoðunarnefndar lýst. Borgarstjórn Reykjavíkur kaus þessa fulltrúa samkvæmt fundargerð borgarstjórnar 19. júní 2018:

Aðalmenn:

Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S Hálfdánarson.

Formaður var kjörinn Lárus Finnbogason.

Varamenn:

Danielle Pamela Neben

Ólafur Kristinsson

Diljá Mist Einarsdóttir

Lagt fram tölvubréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 28. ágúst 2018, varðandi tilnefningu Orkuveitunnar í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. Samkvæmt grein 9.1. í sameignarsamningi eigenda Orkuveitu Reykjavíkur fer endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar með hlutverk endurskoðunarnefndar fyrirtækisins, sbr. 108. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006. Skal einn fulltrúi í nefndinni skipaður skv. tilnefningu stjórnar OR. 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að tilnefna Sunnu Jóhannsdóttur í nefndina. IE18090002

2.    Fram fer kynning á hlutverki og verkefnum innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. 

Anna Margrét Jóhannesdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. IE17080006

3.    Fram fer kynning á stöðu innri endurskoðunarverkefna hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Anna Margrét Jóhannesdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. IE18090010, IE18030010, IE18030009

4.    Fram fer umræða um samþykkt endurskoðunarnefndar, starfsreglur og verklagsreglur. IE14090002

5.    Lagt fram til umræðu minnisblað um verklag endurskoðunarnefndar í tengslum við aukaverk samkvæmt samningi um ytri endurskoðunarþjónustu – kynning. Lagt fram.  IE18040007

6.    Fram fer umræða um skýrslu endurskoðunarnefndar til borgarstjórnar 2018 sem gefin var út í vor. IE18030005

7.    Lögð fram drög að starfsáætlun endurskoðunarnefndar 2018-2019, dags. 28.9.2018. IE18030005

8.    Lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar um erindi Samtaka tónlistarskóla um endurskoðun ársreikninga tónlistarskóla. IE18090011

Samþykkt og vísað til borgarráðs með breytingum í samræmi við umræður á fundinum. 

9.    Fram fer umræða um notkun ársreikningalaga og reikningsskil sveitarfélaga, en skv. sveitarstjórnarlögum skal ársreikningur gerður samkvæmt lögum um ársreikninga, svo og aðrar góðar bókhalds- og reikningsskilavenjur, um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga.

10.    Fram fer umræða um útgjaldaheimildir sveitarfélaga með hliðsjón af ákvæði 72. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 og yfirliti því sem stjórnarráðið hefur gefið út skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, þ.e. þau sem heimil eru sveitarfélögum.

    Fundi slitið kl. 11:06

    Lárus Finnbogason

Einar Hálfdánarson    Sunna Jóhannsdóttir

Ólafur Kristinsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 2.10.2018 - prentvæn útgáfa