Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2018, mánudaginn 23. apríl var haldinn 144. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 9:15. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Ingvar Garðarsson. Sunna Jóhannsdóttir boðaði forföll. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á drögum að endurskoðunarskýrslu KPMG 2017 með ársreikningi A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar og skýrslum KPMG um stjórnsýsluskoðun 2017 og skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi. IE17060001
Auðunn Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur dags. 11. apríl 2018 um að KPMG muni veita Orkuveitunni reikningsskilaþjónustu sem felst í aðstoð við skýringar í árshlutareikningi Orkuveitunnar ársins 2018 vegna nýrra reikningsskilastaðla. Jafnframt lögð fram staðfesting KPMG dags. 13. apríl 2018 á því að þjónustan sé í fullu samræmi við ákvæði greina 290.158-290.166 í siðareglum endurskoðenda þar sem KPMG er ekki að vinna upplýsingar sem tengjast ársreikningi sem KPMG endurskoðar og á þannig ekki að skapa ógnun við óhæði KPMG sem endurskoðanda Reykjavíkurborgar þar sem hún leiðir ekki af sér sjálfsmatsógnun né ógnun vegna eigin hagsmuna né málsvarna og þjónustan felur ekki í sér stjórnunarstörf. IE18040006
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur dags. 20. apríl 2018 um að KPMG veiti ON þjónustu sem felst í að verkefnastýra umbótum á ferli Hlaða og götuljósa. Jafnframt lögð fram staðfesting KPMG dags. sama dag á því að sú vinna sem óskað er eftir í erindi fjármálastjóra OR ógni ekki óhæði þar sem hún leiðir ekki af sér sjálfsmatsógnun né ógnun vegna eigin hagsmuna né málsvarna og að þjónustan felur ekki í sér stjórnunarstörf. IE18040007
Samþykkt.
4. Lögð fram drög að skýrslu endurskoðunarnefndar til borgarstjórnar 2018 dags. í dag. IE18030005
Samþykkt að ljúka drögunum og senda borgarráði með vísan til ákvæða 3ja kafla í starfsreglum endurskoðunarnefndar.
Fundi slitið kl. 11:18
Ólafur Kristinsson
Inga Björg Hjaltadóttir Ingvar Garðarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 23.4.2018 - prentvæn útgáfa