Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 143

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2018, mánudaginn 16. apríl var haldinn 143. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 9:04. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Ingvar Garðarsson. Sunna Jóhannsdóttir boðaði forföll. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á umbótaverkefnum á fjármálaskrifstofu 2018-2019 IE18040004

Birgir Björn Sigurjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið

 

2.    Fram fer kynning á stöðu og innleiðingu áhættustýringar hjá A hluta Reykjavíkurborgar IE18040005

Ingunn Þórðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið

3.    Lagt fram svar fjármálastjóra dags. 13. þ.m. við bréfi endurskoðunarnefndar um upplýsingagjöf í tengslum við tengda aðila skv. skilgreiningu IAS 24 reikningsskilastaðals og regluverk Reykjavíkurborgar þ.a.l. IE18010007

4.    Lagt fram gagnsæisyfirlit innri endurskoðun 2017 – Sorpa bs. IE18020009

5.    Fram fer umræða um skýrslu endurskoðunarnefndar til borgarstjórnar 2018 og viðhorfskönnun um störf nefndarinnar sem lögð var fyrir hagsmunaaðila. IE18030005

6.    Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar dags. í dag um niðurstöður úttektar á netöryggi hjá Reykjavíkurborg.

Fundi slitið kl. 11:42

Ólafur Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir    Ingvar Garðarsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 16.4.2018