Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2018, mánudaginn 9. apríl var haldinn 142. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 9:04. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram trúnaðarmerkt handrit ársreiknings A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar, greinargerð fjármálaskrifstofu, B hluta og fagsviða. Jafnframt lagt fram bréf endurskoðunarnefndar til borgarráðs dags. í dag. IE17060001
Samþykkt að vísa bréfi endurskoðunarnefndar til borgarráðs um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 til borgarráðs.
Birgir Björn Sigurjónsson, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Gísli Hlíðberg Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram að nýju erindi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 28. f.m. með ósk um umsögn endurskoðunarnefndar um tillögu stjórnar að framtíðarfyrirkomulagi innri endurskoðunar Orkuveitunnar. Jafnframt lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar dags. í dag. IE17120004
Samþykkt að senda stjórn Orkuveitu Reykjavíkur umsögn endurskoðunarnefndar um tillögu um framtíðarfyrirkomulag innri endurskoðunar Orkuveitunnar dags. í dag.
Brynhildur Davíðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið
3. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að greinargerð til endurskoðunarnefndar um helstu niðurstöður innri endurskoðunar Strætó bs. 2018 dags. 6. þ.m. Jafnframt lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar um greinargerð Deloitte. IE18020010
Samþykkt að vinna umsögn endurskoðunarnefndar áfram miðað við umræður á fundinum og senda til stjórnar Strætó bs.
Sif Einarsdóttir frá Deloitte tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Lagt fram minnisblað Fjeldsted & Blöndal til endurskoðunarnefndar dags. 19. f.m. um vinnslu persónuupplýsinga vegna laga um ársreikninga. Upplýsingagjöf í tengslum við tengda aðila skv. skilgreiningu IAS 24 reikningsskilastaðals og regluverk Reykjavíkurborgar þ.a.l. IE18010007
Samþykkt að vísa minnisblaði Fjeldsted & Blöndal til embættis borgarlögmanns til umræðu um skipan framtíðarfyrirkomulags upplýsingaöflunar hjá tengdum aðilum.
5. Lögð fram trúnaðarmerkt starfsskýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar dags. í dag. IE17110002
6. Fram fer umræða um vinnslu skýrslu endurskoðunarnefndar til borgarstjórnar IE18030005
Fundi slitið kl. 12:07
Ólafur Kristinsson
Sunna Jóhannsdóttir Inga Björg Hjaltadóttir
Ingvar Garðarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 9.4.2018 - prentvæn útgáfa