No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Ár 2012, miðvikudaginn 30. maí, var haldinn 13. fundur endurskoðunarnefndar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8:37. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Umfjöllun um ytri endurskoðun samstæðu Reykjavíkurborgar – undir þessum lið mættu Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður, Helgi Bogason, deildarstjóri innkaupadeildar og Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri. Endurskoðunarnefnd óskar eftir minnisblaði um kosti og galla þess að bjóða út endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg og möguleg lögfræðileg álitaefni.
2. Umfjöllun um ársreikning 2011 út frá umræðum í borgarstjórn – undir þessum lið mætti Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks.
Bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningur Reykjavíkurborgar sé í samræmi við auglýsingu innanríkisráðuneytisins dags. 22.2.2012 en leggur áherslu á að í framtíðinni verði tekið tillit til framkominna sjónarmiða um framsetningu upphaflegrar fjárhagsáætlunar í ársreikningi.
Fundi slitið kl. 10:32
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson