Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 139

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2018, mánudaginn 19. febrúar var haldinn 139. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 27 og hófst kl. 12:35. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Sunna Jóhannsdóttir og Ingvar Garðarsson. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á innri endurskoðun Strætó bs. IE18020010

Sif Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir yfirlit Deloitte, dags. 6. febrúar 2018, um val á tekjuferlum til að skoða og nálgun við skoðun á rekstrarkostnaðartengdum ferlum.

2.    Fram fer kynning á innri endurskoðun Sorpu bs. IE18020009

Frestað.

Auðbjörg Friðgeirsdóttir og Jón Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna drög að niðurstöðum innri endurskoðunar 2017. 

3.    Ársreikningar A hluta Reykjavíkurborgar og samstæðu 2017. IE17060001

Auðunn Guðjónsson, og Guðný Helga Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fram fer kynning á stöðu endurskoðunarvinnu KPMG í tengslum við ársreikninga eftirfarandi fyrirtækja:

i.    Félagsbústaðir hf. 

Bogi Hauksson tekur sæti á fundinum og kynnir vinnu við endurskoðun ársreiknings 2017 og helstu álitamál ásamt Guðnýju Helgu Guðmundsdóttur.

ii.    Orkuveita Reykjavíkur sef.

Kristrún Helga Ingólfsdóttir og Gísli Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna vinnu við endurskoðun ársreiknings 2017 og helstu álitamál.

iii.    Reykjavíkurborg – skoðun á innra eftirliti

Davíð Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir ásamt Guðnýju Helgu Guðmundsdóttur.

iv.    Sorpa bs.

Hrafnhildur Helgadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir vinnu við endurskoðun ársreiknings 2017 og helstu álitamál.

Samþykkt að fela endurskoðunarnefnd að senda stjórn umsögn um störf nefndarinnar og ársreikning 2017 að fenginni endurskoðunarskýrslu KPMG með ársreikningi. 

v.    Malbikunarstöðin Höfði hf.

Hrafnhildur Helgadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir vinnu við endurskoðun ársreiknings 2017 og helstu álitamál.

Samþykkt að fela endurskoðunarnefnd að senda stjórn umsögn um störf nefndarinnar og ársreikning 2017 að fenginni endurskoðunarskýrslu KPMG með ársreikningi. 

vi.    Reykjavíkurborg – stjórnsýsluskoðun

Sesselja Árnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.

vii.    Strætó bs.

Árni Claessen tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir vinnu við endurskoðun ársreiknings 2017 og helstu álitamál.

Samþykkt að fela endurskoðunarnefnd að senda stjórn umsögn um störf nefndarinnar og ársreikning 2017 að fenginni endurskoðunarskýrslu KPMG með ársreikningi. 

viii.    Faxaflóahafnir sf.

Árni Claessen tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir vinnu við endurskoðun ársreiknings 2017 og helstu álitamál.

Samþykkt að fela endurskoðunarnefnd að senda stjórn umsögn um störf nefndarinnar og ársreikning 2017 að fenginni endurskoðunarskýrslu KPMG með ársreikningi. 

ix.    Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.

Árni Claessen tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir vinnu við endurskoðun ársreiknings 2017 og helstu álitamál.

Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar um störf nefndarinnar og ársreikning 2017 dags. í dag.

Samþykkt að vísa bréfi endurskoðunarnefndar til stjórnar.

4.    Lagt fram og kynnt undirritað samkomulag, dags. 31. janúar 2018, um tímabundna vinnu innri endurskoðunar við innri endurskoðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. IE17120004

5.    Lagt fram bréf fjármálastjóra OR, dags. 1. febrúar 2018, með ósk um að endurskoðunarnefnd samþykki að KPMG veiti Orkuveitunni þjónustu við gerð skýrslu um skattspor fyrirtækisins. Einn lagt fram bréf KPMG, dags. 3. febrúar 2018, um staðfestingu á óhæði. Einnig lagt fram bréf endurskoðunarnefndar, dags. 5. febrúar 2018, um samþykki á erindi Orkuveitunnar. IE18020001

Samþykkt erindis fjármálastjóra OR staðfest með vísan til 3. kafla í starfsreglum endurskoðunarnefndar, dags. 29. september 2017

6.    Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu, dags. 19. janúar 2018, yfir áætlaðar tímasetningar vegna mánaðar- og árshlutauppgjöra á árinu 2018. R18010076

7.    Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 26. janúar 2018, með áætluðum tímasetningum varðandi undirbúning og afgreiðslu ársreiknings vegna ársins 2017. R17010090

8.    Lögð fram tíma- og verkáætlun A-hluta vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar 2019-2023. R18010348

9.    Lögð fram breyting á starfsáætlun endurskoðunarnefndar 2017-2018 til samræmis við áætlaðar tímasetningar fjármálaskrifstofu vegna birtingar ársreiknings Reykjavíkurborgar og samstæðu fyrir 2017. IE17090005.

Samþykkt.

10.    Lagt fram bréf innkaupadeildar, dags. 17. janúar 2018, um niðurstöðu útboðs endurskoðunarþjónustu fyrir A hluta Reykjavíkurborgar og fyrirtæki innan samstæðu. IE17040001

11.    Lögð fram innri endurskoðunaráætlun Faxaflóahafna fyrir árin 2018-2019 ásamt drögum að umsögn endurskoðunarnefndar dags. í dag. IE17110002

Samþykkt að vísa innri endurskoðunaráætlun Faxaflóahafna til hafnarstjórnar ásamt umsögn endurskoðunarnefndar.

12.    Lögð fram innri endurskoðunaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árin 2018-2019 ásamt drögum að umsögn endurskoðunarnefndar dags. í dag. IE18010003

Samþykkt að vísa innri endurskoðunaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til stjórnar ásamt umsögn endurskoðunarnefndar

Fundi slitið kl. 16:46

Ólafur Kristinsson

Sunna Jóhannsdóttir                        Ingvar Garðarsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 19.2.2018 - prentvæn útgáfa