Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 138

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2018, þriðjudaginn 16. janúar var haldinn 138. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Ingvar Garðarsson. 

Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram drög að endurnýjun á samkomulagi, ódags., um innri endurskoðun hjá Malbikunarstöðinni Höfða hf. IE18010004

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Samningur stjórnar Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. og Innri endurskoðunar Reykjavíkur sem undirritaður var 14. apríl 2008 hefur þjónað tilgangi sínum ágætlega en rétt er vegna breytinga á starfsumhverfi, m.a. með tilkomu endurskoðunarnefndar og framþróunar á fyrirkomulagi um innri endurskoðun hjá Malbikunarstöðinni Höfða hf. að endurnýja samninginn með þeim hætti sem fyrirliggjandi drög að samkomulagi gera ráð fyrir.

Margrét S. Björnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lögð fram trúnaðarmerkt skýrsla, dags. 10. janúar 2018, og samantekt, dags. 11. janúar 2018, um niðurstöður Innri endurskoðunar úr rannsókn á misferlismáli hjá Malbikunarstöðinni Höfða hf.  IE17120010

Samþykkt að senda stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. umsögn endurskoðunarnefndar um málið, dags. í dag.

Margrét S. Björnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram erindi frá Strætó bs. – Reikningur frá BRÚ lífeyrissjóði IE18010002

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd hefur borist tryggingafræðileg athugun miðað við lok maí 2017, drög að samkomulagi um uppgjör, afrit af tveim reikningum og exel-skjal dags 4. þ.m. Það vekur athygli að þessi gögn skuli sett fram með þessum hætti án þess að stjórn virðist veitt svigrúm til að meta réttmæti þeirra. Nefndin hefur einnig rætt við fjármálastjóra Reykjavíkurborgar vegna innheimtu BRÚAR. Endurskoðunarnefnd ráðleggur stjórn Strætó að leita eftir samvinnu við Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um mat á réttmæti þeirrar kröfu sem fyrirtækinu hefur borist.  Ástæðan er sú að Fjármálaskrifstofa hefur nú þegar veigamiklar upplýsingar um launagreiðslur fyrirtækisins frá fyrri tíma og veruleg hagkvæmni er í því að nýta þá vinnu sem þar er þegar er í gangi.  Jafnframt er stjórn Strætó bs. bent á að rétt væri að semja við lífeyrissjóðinn um greiðslufrest á reikningsfærðri kröfu þar til stjórnin hefur haft svigrúm til að skoða grundvöll hennar. 

4.    Lögð fram innri endurskoðunaráætlun Félagsbústaða hf. 2018 – 2019 IE17090003

Samþykkt að senda stjórn Félagsbústaða umsögn endurskoðunarnefndar um áætlunina, dags. í dag.

5.    Lögð fram drög að endurnýjun á samkomulagi, ódags., um innri endurskoðun hjá Félagsbústöðum hf. IE17110005

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Samningur stjórnar Félagsbústaða og Innri endurskoðunar Reykjavíkur sem undirritaður var 7. maí 2008 hefur þjónað tilgangi sínum ágætlega en rétt er vegna breytinga á starfsumhverfi, m.a. með tilkomu endurskoðunarnefndar og framþróunar á fyrirkomulagi um innri endurskoðun hjá Félagsbústöðum hf. að endurnýja samninginn með þeim hætti sem fyrirliggjandi drög að samkomulagi gera ráð fyrir.

6.    Lögð fram innri endurskoðunaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 2018 -2019 IE17110002

Frestað

7.    Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar um áhættustýringu og greiningu á misferlisáhættu hjá Reykjavíkurborg dags. 14. desember 2017. IE17120001

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd fagnar þeirri vinnu sem er að hefjast við markvissa greiningu á mögulegri áhættu á misferli hjá A hluta. 

8.    Lögð fram drög að samkomulagi, ódags., um að Innri endurskoðun taki tímabundið að sér innri endurskoðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur IE17120004

Samþykkt að fela innri endurskoðanda að ljúka málinu á þessum grunni með stjórnarformanni Reykjavíkur.

 

9.    Lagt fram minnisblað, dags. 3. janúar 2018, varðandi fresti varðandi ársuppgjör A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar.

10.    Lagðir fram minnispunktar formanns endurskoðunarnefndar frá fundi með stjórn Strætó bs. sem haldinn var hinn 12. desember 2018.

Fundi slitið kl. 11.00

Ólafur Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir    Ingvar Garðarsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 16.1.2018 - Prentvæn útgáfa