Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 136

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2017, mánudaginn 27. nóvember var haldinn 136. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 8.37. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Ingvar Garðarsson. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram tölvubréf verkefnastjóra innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 23. nóvember 2017, um fjárhagsskoðun vegna útboðs „Endurskoðunarþjónusta. Reikningsár 2018-2022.“ IE17040001 

Frestað.

2.    Lögð fram svör við fyrirspurn endurskoðunarnefndar frá, 10. október 2017, um viðbrögð stjórnenda við ábendingum ytri endurskoðenda í tengslum við endurskoðun ársreiknings 2016. IE17090004

3.    Lagt fram bréf innri endurskoðanda dags. 16. nóvember 2017, um breytingar á starfsreglum Innri endurskoðunar sem voru síðast samþykktar af endurskoðunarnefnd 17. október 2016. IE17110004

Samþykkt og vísað til borgarráðs

4.    Fram fer kynning á drögum að árshlutareikningi A hluta Reykjavíkurborgar og samstæðu janúar-september 2017 ásamt greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. IE17060001 

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd samþykkir að fela formanni að ganga frá umsögn til borgarráðs í samræmi við umræður á fundinum.

Birgir Björn Sigurjónsson, Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Lögð fram innri endurskoðunaráætlun A hluta Reykjavíkurborgar áranna 2018 og 2019 ásamt bréfi innri endurskoðanda, dags. 17. nóvember 2017. IE17110002

Samþykkt 

6.    Fram fer umræða um upplýsingagjöf innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur og samskipti við stjórn félagsins.  IE17030003

Frestað

Danielle Pamela Neben tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Fundi slitið kl. 12.20

Ólafur Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir    Sunna Jóhannsdóttir

Ingvar Garðarsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 27.11.2017