Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2017, mánudaginn 20. nóvember var haldinn 135. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 9:07. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Ingvar Garðarsson. Fundarritari var Kristín Vilhjálmsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar um árshlutareikning Félagsbústaða janúar-september 2017. IE17060001
Samþykkt.
2. Lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar um árshlutareikning Orkuveitu Reykjavíkur sef. janúar-september 2017. IE17060001
Samþykkt.
- Kl. 09:30 tekur Hallur Símonarson sæti á fundinum.
3. Lögð fram innri endurskoðunaráætlun Sorpu bs. IE17110002
Samþykkt.
Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Endurskoðunarnefnd samþykkir innri endurskoðunaráætlun Sorpu bs. og vísar henni til stjórnar með vísan til verklagsreglu sem samþykkt var á fundi endurskoðunarnefndar 3. apríl 2017. Í samræmi við verklagsregluna gerir endurskoðunarnefnd ráð fyrir því að fulltrúi hennar verði viðstaddur kynningu innri endurskoðanda á fundi stjórnar.
Jón Sigurðsson og Auðbjörg Friðgeirsdóttir frá PwC og Halldór Auðar Svansson, stjórnarformaður Sorpu bs. taka sæti á fundinum undir þessum lið.
4 Lögð fram innri endurskoðunaráætlun Strætó bs. IE17110002
Samþykkt.
Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Endurskoðunarnefnd samþykkir innri endurskoðunaráætlun Strætó bs. og vísar henni til stjórnar með vísan til verklagsreglu sem samþykkt var á fundi endurskoðunarnefndar 3. apríl 2017. Í samræmi við verklagsregluna gerir endurskoðunarnefnd ráð fyrir því að fulltrúi hennar verði viðstaddur kynningu innri endurskoðanda á fundi stjórnar.
Sif Einarsdóttir frá Deloitte tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Fram fer kynning á niðurstöðum úr innri endurskoðun á auðlindastýringu, frumskoðun og vöktun. IE17110007
Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi OR, og Danielle Pamela Neben taka sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Fram fer kynning á úrlausnum innan Orkuveitu Reykjavíkur við ábendingum innri endurskoðunar OR. IE17110008
Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi OR, og Danielle Pamela Neben taka sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Fram fer kynning á innra eftirlitsumhverfi Orkuveitu Reykjavíkur. IE17110009
Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi OR, og Danielle Pamela Neben taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 13:00
Ólafur Kristinsson
Inga Björg Hjaltadóttir Sunna Jóhannsdóttir
Ingvar Garðarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 20.11.2017 - prentvæn útgáfa