Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 134

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2017, þriðjudaginn 7. nóvember, var haldinn 134. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Ingvar Garðarsson. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umræða um upplýsingagjöf innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur og samskipti við stjórn félagsins. IE17030003

Brynhildur Davíðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram tölvubréf fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 24. október 2017, með ósk um samþykkt endurskoðunarnefndar á aukaverki KPMG í tengslum við ráðgjöf við greiningu á verkbókhaldi OR og dótturfélaga. Einnig lagt fram tölvubréf frá KPMG, dags. 24. október 2017, um mat á óhæði KPMG vegna beiðni OR um ráðgjöf við greiningu á verkbókhaldi. IE17110001 

Samþykkt.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd leggur áherslu á að þess verði gætt við framkvæmd ráðgjafar KPMG að hvergi sé farið inn á svið stjórnendaábyrgðar í samræmi við siðareglur löggiltra endurskoðenda þar sem ráðgjöfin tengist fyrirkomulagi bókhalds félagsins sem sætir endurskoðun KPMG.

3.    Lögð fram fundargerð opnunarfundar vegna EES útboðs Reykjavíkurborgar nr. 13976 Endurskoðunarþjónusta. Reikningsár 2018-2022. IE17040001

-    Klukkan 10:39 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundi.

4.    Fram fer kynning á drögum að innri endurskoðunaráætlun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar fyrir a-hluta og samstæðu fyrir árin 2018-2019. IE17110002

Fundi slitið kl. 11.01

Ólafur Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir    Sunna Jóhannsdóttir

Ingvar Garðarsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 07.11.2017 - prentvæn útgáfa