Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 133

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2017, mánudaginn 23. október var haldinn 133. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 9.16. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Ingvar Garðarsson. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, dags. 18. október 2017, um úttekt á stjórnkerfi upplýsingaöryggis og upplýsingakerfa hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. IE17050003

Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að útbúa umsögn til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um skýrslu Innri endurskoðunar.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd vísar úttekt Innri endurskoðunar og viðbrögðum stjórnenda Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til stjórnar ásamt umsögn endurskoðunarnefndar.

Sigrún Lilja Sigmarsdóttir og Ólafur Kr. Ragnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lögð fram til kynningar drög að endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda 2017, dags. 23. þ.m. Um gagnsæi KPMG er vísað til gagnsæisskýrslu KPMG sem er að finna á heimasíðu félagsins. IE17100009

Auðunn Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir frá KPMG taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

3.    Lögð fram óhæðisyfirlýsing KPMG gagnvart Orkuveitu Reykjavíkur sef., dags. 18. október 2017. IE17100009

4.    Lögð fram óhæðisyfirlýsing KPMG gagnvart Félagsbústöðum hf., dags. 19. október 2017. IE17100009

5.    Lögð fram óhæðisyfirlýsing KPMG gagnvart Reykjavíkurborg, dags. 19. október 2017. IE17100009

6.    Fram fer umræða um fjárhagsáætlunarferli hjá A hluta Reykjavíkurborgar vegna fjárhagsáætlunar 2018. IE15110003

Halldóra Káradóttir og Gísli Hlíðberg Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Lagt fram erindi menningar- og ferðamálasviðs, dags. 11. október 2017, um aukaverk ytri endurskoðenda er varðar ráðgjöf við stefnumótun um þróun gestakorts. Jafnframt lagt fram erindi KPMG vegna sama máls dags. 4. október 2017. IE17100007

Samþykkt

8.    Lögð fram bréf KPMG, dags. 16. og 19. október 2017, um aukaverk ytri endurskoðenda er varðar aðstoð við gerð stjórnarháttayfirlýsingar fyrir Félagsbústaði hf. IE17100008

Samþykkt að KPMG komi að því að aðstoða Félagsbústaði við gerð stjórnarháttayfirlýsingar.

9.    Fram fer umræða um upplýsingagjöf innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur og samskipti við stjórn félagsins. IE17030003

Samþykkt að óska eftir því að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur komi á næsta fund endurskoðunarnefndar til þess að ræða þessi mál frekar.

10.    Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar um tillögu um aðgengi að ársreikningi borgarinnar sem lögð var fram á fundi borgarráðs 12. október 2017. R17040177/IE17050001

Samþykkt með vísan til 3. greinar í starfsreglum endurskoðunarnefndar.

Fundi slitið kl. 13.03

Ólafur Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir    Sunna Jóhannsdóttir

Ingvar Garðarsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 23.10.2017 - Prentvæn útgáfa