Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 131

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2017, mánudaginn 11. september var haldinn 131. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 9.09. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Sunna Jóhannsdóttir og Ingvar Garðarsson. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á stöðu útboðslýsingar og gagnaöflunar fyrir útboð endurskoðunarþjónustu. IE17040001

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd hefur farið yfir drög að útboðslýsingu vegna útboðs á endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg og samstæðu hennar á fundum sínum og tveimur vinnudögum 28. og 31. ágúst sl. Endurskoðunarnefnd telur að útboðslýsingin með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á henni sé til þess fallin lýsa vel því verkefni og þjónustu sem óskað er eftir af hálfu ytri endurskoðenda og vísar henni til afgreiðslu innkaupadeildar.

Grétar Þór Jóhannsson frá innkaupadeild fjármálaskrifstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Fram fer umræða um verklag, þjónustu og upplýsingagjöf innri endurskoðunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Samþykkt að óska eftir fundi með stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 11.41

Ólafur Kristinsson

Sunna Jóhannsdóttir Ingvar Garðarsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 11.9.2017 - Prentvæn útgáfa