Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 129

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2017, mánudaginn 14. ágúst, var haldinn 129. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 16:05. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson og Inga Björg Hjaltadóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Staða útboðslýsingar og gagnaöflunar fyrir útboð endurskoðunarþjónustu. IE17040001

Grétar Þór Jóhannsson frá innkaupadeild fjármálaskrifstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 16:12 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum.

2. Lögð fram drög að minnisblaði endurskoðunarnefndar dags. í dag um óhæði ytri endurskoðenda. IE16010007

Samþykkt.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðun er skilgreind í 1. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur sem „óháð og kerfisbundin öflun gagna og mat á þeim í þeim tilgangi að láta í ljós rökstutt og faglegt álit endurskoðanda um áreiðanleika þeirra og framsetningu í samræmi við lög, settar reikningsskilareglur eða önnur skilyrði sem fram koma í álitsgerðinni.“Í 19. grein sömu laga segir að  „í endurskoðunarverkefnum skal endurskoðandi og endurskoðunarfyrirtæki vera óháð viðskiptavini sínum, bæði í reynd og ásýnd.  Endurskoðandi skal eigi framkvæma endurskoðun ef einhver þau tengsl eru á milli endurskoðandans og viðskiptavinar hans sem eru til þess fallin að vekja efa um óhæði hans hjá vel upplýstum þriðja aðila, svo sem atvinnutengsl, bein eða óbein fjárhagsleg tengsl eða viðskiptatengsl önnur en leiðir af endurskoðuninni.“ Með hliðsjón af mikilvægi þess að sameiginlegur skilningur ríki hjá aðilum við útboð á endurskoðunarþjónustu Reykjavíkurborgar um hvað felst í því að endurskoðunarfyrirtæki sé óháð í reynd og ásýnd hefur endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar samþykkt Minnisblað um óhæði endurskoðenda dags. 14. ágúst 2017 sem óskað er eftir að borgarráð samþykki og vísi til þeirra sem eiga samskipti við ytri endurskoðendur A-hluta og eininga innan samstæðu borgarinnar.

3. Lögð fram drög að verklagi um samþykki endurskoðunarnefndar á annarri þjónustu ytri endurskoðenda en endurskoðun.  IE16010007

Samþykkt.

4. Fram fer umræða um stöðu verkefna innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. IE17080002

5. Lagt fram erindi borgarskjalavarðar, dags. 29. júní sl., með ósk um samþykki endurskoðunarnefndar fyrir því að Ráðgjafasvið KPMG aðstoði við stefnumótun Borgarskjalasafns. IE17070001

Samþykkt.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Í erindi borgarskjalavarðar er gerð grein fyrir fyrirhuguðu verkefni og áætluðu umfangi þess. Endurskoðunarnefnd fékk í samræmi við verklag um aðra þjónustu endurskoðenda tölvubréf þann 31. júlí 2017 frá ytri endurskoðendum hjá KPMG þar sem fram kemur að verkbeiðni vegna umrædds verkefnis hafi farið í gegnum samþykktarferli í samræmi við verklag KPMG og niðurstaðan sé sú að verkefnið feli ekki í sér stjórnunarstörf, sbr. grein 290.165 í siðareglum endurskoðenda, og skerði á engan hátt óhæði KPMG sem endurskoðenda, sbr. greinar 290.164 – 290.166 í sömu siðareglum. Þar sem um er að ræða afmarkað verkefni fyrir Borgarskjalasafn Reykjavíkurborgar telur nefndin ekki að verkefnið eins og því er lýst leiði til sjálfsmatsógnar, sbr. grein 290.160 í siðareglum endurskoðenda, og að virtri staðfestingu KPMG á að gætt verði ákvæða greina 290.164-290.166 veitir endurskoðunarnefnd samþykki sitt fyrir verkefninu.

6. Lagðar fram til endurskoðunar starfsreglur endurskoðunarnefndar sem samþykktar voru í byrjun starfsárs 2016-2017. IE16110010

Frestað.

Fundi slitið kl. 17.49

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 14.8.2017 - prentvæn útgáfa