Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 128

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2017, þriðjudaginn 16. maí var haldinn 128. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 13:05. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um fyrirhugað útboð endurskoðunarþjónustu IE17040001

Birgir Björn Sigurjónsson og Gísli Hlíðberg Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram minnisblað uppgjörsdeildar um stöðu umbótaverkefna fjármálaskrifstofu varðandi úttekt Innri endurskoðunar vegna uppgjörsferils Reykjavíkurborgar, dags. 16. maí 2017. IE13080001

Birgir Björn Sigurjónsson, Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Ingunn Þórðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Fram fer umræða um tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina um aðgang að ársreikningi. IE17050001

Birgir Björn Sigurjónsson, Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Stefán Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Fram fer umræða um upplýsingagjöf og samskipti endurskoðunarnefndar við borgarritara.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lögð fram úttekt Innri endurskoðunar á stjórnun upplýsingatæknimála, dags. maí 2017. IE16050003

Ingunn Þórðardóttir og Sigrún Lilja Sigmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd telur að ábendingar sem settar eru fram í skýrslu Innri endurskoðunar séu gagnlegar og viðbrögð stjórnenda viðeigandi. Nefndin telur rétt að vísa skýrslunni til borgarráðs til frekari kynningar.

6. Lögð fram drög að minnisblaði endurskoðunarnefndar um viðmið um aðra þjónustu og óhæði ytri endurskoðenda IE16010007

Frestað

Fundi slitið kl. 15.35

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Ingvar Garðarsson

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 16.5.2017 - Prentvæn útgáfa