Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2017, mánudaginn 3. apríl var haldinn 125. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 9.03. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Ingvar Garðarsson og Inga Björg Hjaltadóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram handrit ársreiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 dags. 1. þ.m., greinargerð fagsviða með ársuppgjöri 2016, greinargerð B-hluta félaga með ársuppgjöri 2016 og skýrsla fjármálaskrifstofu með ársreikningi 2016. IE17010005
Halldór Auðar Svansson, Birgir Björn Sigurjónsson og Gísli Hlíðberg Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið
Endurskoðunarnefnd lagði fram svohljóðandi bókun:
Nefndin hefur í samræmi við hlutverk sitt átt fundi með stjórnendum fjármálaskrifstofu, ytri og innri endurskoðendum, formanni borgarráðs og fleiri aðilum. Mál, sem varða reikningsskil Reykjavíkurborgar og B-hluta félaga og komu til umfjöllunar í nefndinni, verða til umfjöllunar í ársskýrslu nefndarinnar.
2. Lögð fram drög að bréfi endurskoðunarnefndar til borgarráðs um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 dags. 3. þ.m. IE17010005
Samþykkt að vinna áfram með drög að bréfi endurskoðunarnefndar til borgarráðs og samþykkja á milli funda í samræmi við starfsreglur endurskoðunarnefndar.
3. Lögð fram ódags. drög að verklagsreglu um upplýsingagjöf innri endurskoðenda B hluta fyrirtækja. IE17030003
Samþykkt og vísað til stjórna B-hluta félaga innan samstæðu Reykjavíkurborgar
4. Lagt fram minnisblað um óhæði ytri endurskoðenda dags. í dag. IE16010007
Frestað
5. Fram fer kynning á efnistökum skýrslu endurskoðunarnefndar 2017.
Fundi slitið kl. 11.19
Ólafur B. Kristinsson
Ingvar Garðarsson Inga Björg Hjaltadóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 3.4.2017 - Prentvæn útgáfa