Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 124

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2017, mánudaginn 13. mars var haldinn 124. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 9.13. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

1. Lögð fram óhæðisyfirlýsing KPMG vegna Orkuveitu Reykjavíkur dags. 22. nóvember 2017. IE17010005

2. Lögð fram óhæðisyfirlýsing KPMG vegna Félagsbústaða dags. nóvember 2017. IE17010005

3. Fram fer kynningum á drögum að ársreikningi Félagsbústaða hf. 2016. IE17010005

Auðun Freyr Ingvarsson og Kristín Guðmundsdóttir frá Félagsbústöðum hf. taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Birgi Birni Sigurjónssyni og Gísla Hlíðberg Guðmundssyni frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar

4. Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar til stjórnar Félagsbústaða hf. um störf endurskoðunarnefndar og ársreikning árið 2016 dags. 13. þ.m. IE17010005

Vísað til stjórnar Félagsbústaða hf.

5. Lögð fram trúnaðarmerkt skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar dags. mars 2017 Innra gæðamat hjá innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur. Jafnframt lagt fram minnisblað innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur dags. í dag Úrbótaáætlun í kjölfar innra gæðamats fyrir árið 2016. IE16080013

Anna Margrét Jóhannesdóttir og Kristíana Baldursdóttir frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og Guðmundur Ingi Bergþórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Lögð fram svohljóaðndi tillaga innri endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í dag:

Lagt er til að endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar samþykki starfsáætlun innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sef. fyrir móðurfyrirtæki samstæðunnar og staðfesti starfsáætlanir fyrir dótturfyrirtækin í samræmi við meðfylgjandi greinargerð með fyrirvara um samþykki stjórna dótturfélaganna á áætlununum eins og þær eru birtar. Áætlunin nær yfir tímabilið 1.3.2017-28.2.2018.  IE17030006

Greinargerð fylgir tillögunni.

Frestað

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Lagt fram bréf innri endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í dag, um breytingar á erindisbréfi innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur. IE17030010

Samþykkt

8. Fram fer kynning á endurskoðunarbréfi 2016 með áliti innri endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur á stjórnháttum, áhættustýringu og eftirliti (stýringum) innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur. IE17030011

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lögð fram trúnaðarmerkt ársskýrsla innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur 1.1.2016 – 28.2.2017, dags. 10. mars 2017. IE17030012

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lögð fram til kynningar tillaga innri endurskoðanda Orkveitu Reykjavíkur til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um breytingu á árangursmælikvörðum einingarinnar. IE15120003

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í dag, um starfsemi innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur. IE17030013

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Fram fer umræða um framkvæmd á sjálfsmati endurskoðunarnefndar IE17030009

Samþykkt að setja viðhorfskönnun af stað í samráði við mannauðsdeild Ráðhússins.

13. Lögð fram ódags. drög að verklagsreglu um upplýsingagjöf innri endurskoðenda B hluta fyrirtækja IE17030003

Frestað

14. Fram fer umræða um útboð á ytri endurskoðunarþjónustu.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Gildistími verksamnings dags. 22. janúar 2014 milli Reykjavíkurborgar og eininga sem teljast til B-hluta í samstæðu borgarinnar skv. 2. tl. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 annars vegar og endurskoðunarfyrirtækisins KPMG hins vegar um endurskoðunarþjónustu rennur út í árslok 2017.  Endurskoðunarnefnd vekur athygli á því að borgarráð fyrir hönd Reykjavíkurborgar og stjórnir félaga innan samstæðu Reykjavíkurborgar sem eru aðilar að verksamningi þessum þurfa að taka ákvörðun á komandi aðalfundum um að efna til útboðs að nýju  á endurskoðunarþjónustu fyrir þessar einingar  svo hefja megi endurskoðun í ljósi þess að verksamningur þeirra við KPMG rennur út með endurskoðun ársreiknings 2017. IE13040001

15. Lagt fram rafbréf Verkefni fyrir Reykjavíkurborg, dags. 12. mars 2017, með ósk KPMG um samþykki fyrir því að ytri endurskoðendur taki saman minnisblað að ósk fjármálastjóra Reykjavíkurborgar um meðferð tiltekinna kaupsamninga, dags. 31. desember 2016, í bókhaldi og reikningsskilum Reykjavíkurborgar. Jafnframt óskaði KPMG eftir því að ytri endurskoðendur yfirfari að ósk fjármálastjóra breytingar á reikningsskilaaðferðum Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. IE17030005

Nefndin hefur farið yfir erindið og samþykkir það enda haldist heildaraukaverk KPMG fyrir A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar innan 7/10 af samþykktu tilboði í endurskoðunarþjónustu.

Fundi slitið kl. 12.50

Ólafur B. Kristinsson

Ingvar Garðarsson Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 13.3.2017 - Prentvæn útgáfa