Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2017, mánudaginn 20. febrúar var haldinn 122. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 27 og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
1. Fram fara kynningar á vinna ytri endurskoðenda við endurskoðun ársreiknings A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar og endurskoðun ársreikninga B hluta fyrirtækja innan samstæðu Reykjavíkurborgar.
Auðunn Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
a. Kynning á breyttri áritun ytri endurskoðenda og lykilþáttum
Auðunn Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir kynna.
b. Skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar
Davíð Kr. Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.
c. Stjórnsýsluskoðun A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar
Sesselja Árnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.
d. Félagsbústaðir Staða verkefnisins, áhersluþættir og álitamál í tengslum við endurskoðunina, skýrsludrög o.fl.
Guðný Helga Guðmundsdóttir kynnir.
e. Sorpa - Staða verkefnisins, áhersluþættir og álitamál í tengslum við endurskoðunina, skýrsludrög o.fl.
Hrafnhildur Helgadóttir, Þorgils Óttar Mathiesen taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna.
f. Malbikunarstöðin Höfði – Staða verkefnisins, áhersluþættir og álitamál í tengslum við endurskoðunina, skýrsludrög o.fl.
Hrafnhildur Helgadóttir, Þorgils Óttar Mathiesen taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna.
g. Strætó – Staða verkefnisins, áhersluþættir og álitamál í tengslum við endurskoðunina, skýrsludrög o.fl.
Árni Claessen og Ingibjörg Ester Ármannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna.
h. Faxaflóahafnir – Staða verkefnisins, áhersluþættir og álitamál í tengslum við endurskoðunina, skýrsludrög o.fl.
Árni Claessen tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.
i. Orkuveita Reykjavíkur – Staða verkefnisins, áhersluþættir og álitamál í tengslum við endurskoðunina, skýrsludrög o.fl. Skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi Orkuveitunnar.
Kristrún Ingólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.
- Hlé gert á fundi klukkan 12.30 og framhaldið klukkan 13:10 að Tjarnargötu 12, Reykjavík.
2. Lögð fram drög að bréfi endurskoðunarnefndar til stjórnar Faxaflóahafna sf. dags. í dag.
Samþykkt
3. Lögð fram drög að bréfi endurskoðunarnefndar til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. í dag.
Samþykkt
4. Lögð fram drög að bréfi endurskoðunarnefndar til stjórnar Sorpu bs. dags. í dag.
Samþykkt
5. Lögð fram drög að bréfi endurskoðunarnefndar til stjórnar Strætó bs. dags. í dag.
Samþykkt
6. Lögð fram drög að bréfi endurskoðunarnefndar til stjórnar Malbikunarstöðvarinnar Höfða dags. í dag.
Samþykkt.
7. Fram fer kynning á efni funda sem formaður enduskoðunarnefndar átti með innri endurskoðendum Sorpu hinn 12.12.2016, stjórn Sorpu 16.12.2016, stjórn Strætó 9.12.2016, stjórn Faxaflóahafna 10.2.2017 og ytri endurskoðendum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hinn 13.2.2017.
8. Lagt fram ódags. yfirlit frá KPMG um áætlaða viðbótarþjónustu ytri endurskoðenda vegna Orkuveitu Reykjavíkur.
Bókun endurskoðunarnefndar
Endurskoðunarnefnd kallar eftir yfirliti frá KPMG yfir öll viðbótarverk fyrir öll B hluta félög og A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1.1.2016 – 31.12.2016 Jafnframt er óskað eftir því að KPMG gefi frekari skýringar á áætlun um viðbótarþjónustu tímabilið febrúar – mars vegna Orkuveitu Reykjavíkur sem berist fyrir næsta fund nefndarinnar hinn 6. mars. nk.
9. Fram fer umræða um svör sem borist hafa frá stjórnendum A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar og stjórnendum B-hluta fyrirtækja um viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda frá árinu 2016.
Frestað
Fundi slitið kl. 15.29
Ólafur B. Kristinsson
Inga Björg Hjaltadóttir Ingvar Garðarsson
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 20.2.2017 - Prentvæn útgáfa