Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Ár 2012, föstudaginn 18. maí, var haldinn 12. fundur endurskoðunarnefndar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8:06. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð 10. fundar yfirfarin og undirrituð.
2. Umfjöllun um ársreikning 2011 út frá umræðum í borgarstjórn – undir þessum lið mættu Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar og Arna G Tryggvadóttir, ytri endurskoðandi.
Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar nefndarinnar.
3. Ytri endurskoðun samstæðu Reykjavíkurborgar.
Ákveðið að setja upp minnisblað til borgarráðs um helstu kosti og galla varðandi leiðir um útboð á endurskoðunarþjónustu fyrir samstæðu borgarinnar.
Endurskoðunarnefnd óskar eftir aðkomu innri endurskoðanda, innkaupastjóra, borgarlögmanns og fjármálastjóra til þess að fara yfir þessi mál á næsta fundi endurskoðunarnefndar.
Fundi slitið kl. 9.27
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson