Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 119

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2016, þriðjudaginn 1. nóvember var haldinn 119. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 13:11. Viðstaddir voru Ólafur Kristinsson, Sunna Jóhannsdóttir og Ingvar Garðarsson. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram á ný erindi KPMG frá 5. apríl 2016, aukaverk ytri endurskoðenda – Straumlínustjórnun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. IE16040002

Samþykkt.

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd hefur sett verklagsreglu; Verklag um samþykki endurskoðunarnefndar fyrir aðra þjónustu endurskoðenda og samþykkir með vísan til hennar erindi KPMG um aukaverk á sviði straumlínustjórnunar. Endurskoðunarnefnd mun á næstunni yfirfara verklagsregluna og uppfæra með hliðsjón af fenginni reynslu og reglum Evrópusambandsins.

Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 14:29

Ólafur B. Kristinsson

Sunna Jóhannsdóttir Ingvar Garðarsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 1.11.2016 - prentvæn útgáfa