Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 118

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2016, mánudaginn 17. október var haldinn 118. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 13:05. Viðstaddir voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Ingvar Garðarsson. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Rætt um eftirfylgni með ábendingum ytri endurskoðenda. IE16090006

Frestað.

2. Endurskoðunaráætlun KPMG fyrir A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar og B hluta fyrirtæki kynnt. IE16100006

Auðunn Guðjónsson endurskoðandi hjá KPMG tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir áætlunina.

3. Erindi KPMG frá 5. apríl 2016, aukaverk ytri endurskoðenda – Straumlínustjórnun hjá Orkuveitu Reykjavíkur – lagt fram að nýju. IE16040002

Frestað.

4. Aukaverk ytri endurskoðenda – Stýring vinnufunda með íbúum Reykjavíkurborgar – til afgreiðslu. IE16100005

Samþykkt.

Bókun endurskoðunarnefndar:

Nefndin hefur farið yfir erindið og samþykkir það enda haldist heildaraukaverk KPMG fyrir A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar innan 7/10 af samþykktu tilboði í endurskoðunarþjónustu.

5. Rætt um innri endurskoðunaráætlun A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2017.

Anna Margrét Jóhannesdóttir, verkefnastjóri úttekta hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. IE14090003

6. Rætt um ferli fjárhagsáætlunargerðar A hluta og samstæðu.

Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri, og Halldóra Káradóttir, deildarstjóri áætlunar- og greiningardeildar Fjármálaskrifstofu, taka sæti á fundinum undir þessum lið. IE15070003

7. Lögð fram tillaga endurskoðunarnefndar um breytingu á starfsreglum nefndarinnar. IE14090002

Frestað.

8. Lögð fram yfirlýsing innri endurskoðanda um stjórnskipulagslegt óhæði Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, dags. 13. þ.m. IE16100009

9. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda dags. 13. þ.m. með tillögum að breytingum á starfsreglum Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. IE16100008

Vísað til borgarráðs.

Fundi slitið kl. 17:43

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Sunna Jóhannsdóttir

Ingvar Garðarsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 17.10.2016 - prentvæn útgáfa