Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 117

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2016, mánudaginn 12. september var haldinn 117. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 8.32. Viðstödd voru Ólafur Kristinsson og Inga Björg Hjaltadóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram starfsemisskýrsla og 12 mánaða áætlun innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur.

Samþykkt.
- Klukkan 8:40 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum
2. Rætt um eftirfylgni ábendinga innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur og aðkomu endurskoðunarnefndar í því sambandi.

Bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd óskar eftir skýrslu frá innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur sef. um útistandandi ábendingar í eftirfylgniskoðunum sem ekki hafa hlotið umbætur stjórnenda.

3. Rætt um aðgengi innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur að gögnum í skjalasafni Orkuveitu Reykjavíkur sef.
4. Rætt um reglubundna upplýsingagjöf innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur og endurskoðunarnefndar til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sef.

Guðmundur I. Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir liðum 1-4 hér að framan.
5. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar dags. 9. september 2016 um framgang endurskoðunaráætlunar 2014-2017. IE14090003

Anna Margrét Jóhannesdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Lögð fram drög að starfsáætlun endurskoðunarnefndar starfsárið 2016-2017 dags. 9.9.2016. IE16090004

Samþykkt.
7. Rætt verðkönnun Faxaflóahafna sf. á innri endurskoðunarþjónustu sbr. umsögn endurskoðunarnefndar dags. 7. janúar 2016. IE15120007

8. Rætt um breytingu á starfsreglum endurskoðunarnefndar sem samþykktar voru á fundi endurskoðunarnefndar 19. ágúst 2015. IE14090002

Frestað.
9. Lagt fram að nýju erindi frá KPMG um önnur verkefni ytri endurskoðenda, straumlínustjórnun hjá Orkuveitu Reykjavíkur sef. IE16040002

Frestað.
Guðný Helga Guðmundsdóttir og Þórunn M Óðinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 12.15
Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 12.9.2016 - prentvæn útgáfa