Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 115

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2016, fimmtudaginn 18. ágúst var haldinn 115. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 15.01. Viðstaddir voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1) Kynnt eru drög að árshlutareikningi A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar janúar – júní 2016 dags. 18.8.2016. Upplýst er að árshlutareikningurinn verði ekki tilbúinn fyrr en mánudaginn 22. ágúst og verði þá settur á vefsvæði endurskoðunarnefndar.  Nefndarmenn geta komið fyrirspurnum til fjármálaskrifstofu í framhaldi af því. IE16080011.

Umsögn endurskoðunarnefndar um árshlutareikninginn verður afgreidd á fundi nefndarinnar þriðjudaginn 23. ágúst.

Frestað.
Birgir Björn Sigurjónsson og Gísli Hlíðberg Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2) Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Félagsbústaða hf. um árshlutareikning félagsins janúar – júní 2016. IE16080005

Samþykkt.
3) Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Sorpu bs. um árshlutareikning félagsins janúar – júní 2016. IE16080006

Samþykkt.

4) Lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sef. um árshlutareikning félagsins janúar – júní 2016. IE16080008

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 16.36
Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 18.8.2016 - Prentvæn útgáfa