Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2016, fimmtudaginn 23. júní var haldinn 114. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 15:28. Viðstaddir voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1) Lagt fram erindi dags. 10. júní sl. frá Orku Náttúrunnar þar sem óskað er eftir heimild nefndarinnar til kaupa á sérfræðiþjónustu utan endurskoðunar frá KPMG ehf., ytri endurskoðendum samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur í samræmi við 5. grein verksamnings um endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg og samkvæmt samþykktu verklagi um önnur störf ytri endurskoðenda. Jafnframt lögð fram óhæðisyfirlýsing KPMG dags. 15. júní sl. IE16060003
Samþykkt.
Bókun endurskoðunarnefndar:
Nefndin hefur farið yfir erindið og umsögn KPMG endurskoðunar dags. 15. júní 2016 þar sem staðfest er að umbeðið verkefni raski ekki óhæði endurskoðenda eins og það er skilgreint í siðareglum endurskoðenda. Erindið er því samþykkt enda haldist heildaraukaverk KPMG fyrir samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur sef. innan 7/10 af samþykktu tilboði í endurskoðunarþjónustu.
Fundi slitið kl. 15:36
Ólafur B. Kristinsson
Inga Björg Hjaltadóttir Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 23.6.2016 - prentvæn útgáfa