Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 113

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2016, fimmtudaginn 9. júní var haldinn 113. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 9:04. Viðstaddir voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur til endurskoðunarnefndar; Niðurstaða úr frumskoðun á orkubirgjum og orkukaupendum, dags. 8.6.2016. IE16060003

2. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur til endurskoðunarnefndar; Niðurstaða úr frumskoðun á hitaveitu, dags. 8.6.2016. IE16060003

3. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur niðurstaða úr eftirfylgniskoðun á sölu á raforku hjá Orku náttúrunnar ohf., dags. 8.6.2016. IE16060003

4. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar; Úttektir innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á innra eftirliti – áhættuflokkun ábendinga, dags. 26.5.2016. IE16050005

5. Lögð fram ódags. drög að erindisbréfi innri endurskoðunar Strætó bs. IE15090005

Samþykkt.

6. Kynntar niðurstöður af úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á innra eftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. IE15090008

7. Lögð fram greinargerð innri endurskoðanda Strætó bs. um úttekt á innra eftirliti byggðasamlagsins dags. 3. þ.m. IE15090005

8. Umræður um stöðu verkefna Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar fór yfir helstu úttektir sem eru í gangi og fyrirhugaðar. IE16060004

9. Rætt um könnunaráritun á árshlutareikning Strætó bs. vegna fyrirspurnar stjórnenda. IE16060005

Bókun endurskoðunarnefndar:

Ekkert hefur komið fram að mati endurskoðunarnefndar sem gefur til kynna sérstaka ástæðu til þess að 6 mánaða árshlutareikningur Strætó bs. sé kannaður af ytri endurskoðendum. 

Fundi slitið kl. 11:05

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 9.6.2016 - prentvæn útgáfa