Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 112

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2016, mánudaginn 2. maí var haldinn 112. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 8:43. Viðstaddir voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1) Lagt fram að nýju erindi frá KPMG um önnur verkefni ytri endurskoðenda; Straumlínustjórnun hjá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 5.4.2016, ásamt erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 8.4.2016. IE16040002

Samþykkt að endurskoðunarnefnd muni fá sérstakt erindi vegna hvers ráðgjafaverkefnis sem KPMG mun taka að sér á sviði straumlínustjórnunar.

2) Lögð fram beiðni Strætó bs. um aðstoð KPMG vegna hagsmunaskráningar stjórnar. IE16050001

Samþykkt.  

3) Lögð fram fundargerð frá fundi stjórnar Strætó bs. IE16050002

Bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd samþykkir að taka vinnugögn innri endurskoðanda Strætó bs. til yfirferðar. Jafnframt samþykkt að tveir fulltrúar nefndarinnar, Ólafur Kristinsson og Inga Björg Hjaltadóttir, yfirfari verklag endurskoðunarnefndar og innri endurskoðanda ásamt stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Strætó bs. 

4) Lagt fram minnisblað formanns endurskoðunarnefndar dags. 25. f.m. vegna fundar með stjórnendum Strætó bs. um samskipti endurskoðunarnefndar, stjórnar og innri endurskoðanda. IE16050002

5) Umræður um stöðu verkefna Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Innri endurskoðandi fór yfir helstu úttektir sem eru í gangi og fyrirhugaðar.

6) Sunna Jóhannsdóttir og Ingvar Garðarsson gerðu grein fyrir fundi sem þau áttu með nýjum formanni stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sef.

- Kl. 9:18 víkur Ólafur Kristinsson af fundi. Við fundarstjórn tekur Inga Björg Hjaltadóttir.

7) Rætt um endurskoðunarskýrslu KPMG með ársreikningi Reykjavíkurborgar 2015 sem kynnt var á fundi borgarráðs 28. f.m. IE16020001

Bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd telur nauðsynlegt að endurskoðunarskýrsla ytri endurskoðenda um ársreikning Reykjavíkurborgar 2015 verði lögð fram á fundi borgarstjórnar í samræmi við ákvæði 105. gr. ársreikningalaga nr. 3 frá árinu 2006. Að mati endurskoðunarnefndar er skýrsla ytri endurskoðenda gott innlegg í umræður borgarstjórnar um ársreikning borgarinnar, fjárhagslega stöðu og horfur til framtíðar.

Fundi slitið kl. 9.38

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Ingvar Garðarsson

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 2.5.2016 - prentvæn útgáfa