Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 110

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2016, mánudaginn 18. apríl var haldinn 110. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 08:49. Viðstaddir voru Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir og. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1) Lagt fram að nýju erindi frá KPMG um önnur verkefni ytri endurskoðenda, Straumlínustjórnun hjá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 5.4.2016 ásamt erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 8.4.2016 

Gylfi Magnússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið IE16040002

Bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd hefur farið yfir málið með innri endurskoðanda Orkuveitunnar sef. og stjórnarmanni sem veittu upplýsingar um eðli ráðgjafarinnar sem um ræðir. Endurskoðunarnefnd samþykkir að óska eftir upplýsingum um væntanlegt umfang þeirrar ráðgjafar sem um ræðir í erindum KPMG og Orkuveitunnar með vísan í verklag um samþykki endurskoðunarnefndar fyrir aðra þjónustu endurskoðenda dags. 18. febrúar 2015. Einnig er óskað eftir ítarlegri rökstuðningi fyrir því að sú þjónusta raski ekki óhæði KPMG sem endurskoðenda Orkuveitu Reykjavíkur sef. og að KPMG komi á næsta fund endurskoðunarnefndar og geri grein fyrir rökstuðningi sínum. Þá er óskað eftir upplýsingum um hvaða starfseiningar innan Orkuveitunnar munu njóta ráðgjafar KPMG og þar með hvaða ferlar verða til skoðunar.

2) Fram fer kynning á ársskýrslu innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sef. fyrir árið 2015 

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið IE16040007

3) Fram fer umræða um stjórnarhætti, áhættustýringu og eftirliti innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur sef. 

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið IE16040008

4) Lögð fram til kynningar samstarfsyfirlýsing innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar og innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur IE14010009

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið Guðmundur

5) Fram fer umræða um drög að skýrslu endurskoðunarnefndar 2016 og sjálfsmat endurskoðunarnefndar IE16040004

Frestað.

- Kl. 11:20 víkur Inga Björg Hjaltadóttir af fundi

6) Lagt fram erindi forsætisnefndar dags. 15.2.2016 - Notkun fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda IE16020002

7) Lögð fram greinargerð innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar um niðurstöður úttektar Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, lotun gjalda og samþykktarferli reikninga dags. 15. apríl 2016.

Ingunn Þórðardóttir og Atli Þór Þorvaldsson taka sæti í fundinum undir þessum lið. IE15060001

- Kl. 11:33 tekur Inga Björg Hjaltadóttir aftur sæti á fundinum.

8) Fram fer umræða um úttektir innri endurskoðanda Sorpu bs. á innra eftirliti

Fundi slitið kl. 11.52

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Ingvar Garðarsson

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 18.4.2016 - prentvæn útgáfa