Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 11

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Ár 2012, miðvikudaginn 9. maí, var haldinn 11. fundur endurskoðunarnefndar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.36. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Samþykkt síðustu fundargerðar: Fundargerð 10. fundar yfirfarin og undirrituð.

2. Samskipti við endurskoðunarnefnd Orkuveitu Reykjavíkur sf. Undir þessum lið mættu Sigríður Ármannsdóttir og Gylfi Magnússon.
Formleg samskipti. Endurskoðunarnefnd OR hefur lagt til við stjórn að samskipti milli endurskoðunarnefndar OR og endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar fari fyrir eigendafund.
Rætt um samskipti innri endurskoðenda OR og Reykjavíkurborgar vegna úttektar á sölu REI á Enex Kína og Envent holding. Endurskoðunarnefnd OR hefur lagt til við stjórn OR að sent verði bréf á eigendur með beiðni um að samstarf vegna vinnu við þessa úttekt fari fram með óheftum hætti.
Ytri endurskoðun. Rætt um mikilvægi þess að tryggja óhæði í störfum ytri endurskoðenda og að leitast verði við að uppfylla skilyrði 99. gr. ársreikningalaga og að sami endurskoðandi verði fyrir samstæðuuppgjör Reykjavíkurborgar. Rætt um að fara þá leið að bjóða út í ár en að fyrirtæki innan samstæðunnar komi inn í samninginn eftir því sem samningar við ytri endurskoðendur renna út.

Fundi slitið kl. 9.41

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson