Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 109

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2016, mánudaginn 11. apríl, var haldinn 109. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 09:00. Viðstaddir voru Ólafur Kristinsson, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Inga Björg Hjaltadóttir boðaði forföll. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn; Kristín Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

1) Lögð fram drög að skýrslu endurskoðunarnefndar. IE16040004

Frestað.  Ákveðið að fresta afgreiðslu skýrslu endurskoðunarnefndar til næsta fundar. 

2) Lagður fram gátlisti um sjálfsmat endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar 2016 fyrir síðasta starfsár.  

Ákveðið að nefndarmenn færu yfir sjálfsmatið og að það yrði afgreitt á næsta fundi nefndarinnar. IE16040005

3) Lögð fram lokadrög að ársreikningi samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015. IE16020001  

Birgir Björn Sigurjónsson, Einar Bjarki Gunnarsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4) Lagt fram yfirlit dagsett 04.04.2016.yfir viðbrögð Fjármálaskrifstofu við athugasemdum ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings 2014: „Ábendingar ytri endurskoðenda KPMG í tengslum við ársreikning 2014“. IE16040003

Birgir Björn Sigurjónsson, Einar Bjarki Gunnarsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5) Lögð fram skýrsla Fjármálaskrifstofu R1610162: „Skýrsla Fjármálaskrifstofu við framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2015“, ódagsett. IE16020001

Birgir Björn Sigurjónsson, Einar Bjarki Gunnarsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6) Lögð fram drög að bréfi endurskoðunarnefndar „ Um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015“.  Rætt um framsetningu rekstrarreiknings fyrir árið 2015, þar sem fram kemur sérstök einskiptis gjaldfærsla á hækkun lífeyrisskuldbindingar að fjárhæð 6,5 ma. kr., vegna breyttrar forsendu um dánartíðni,  sem hefur veruleg áhrif á rekstur ársins.  Nefndin telur það gefa gleggri mynd af rekstri ársins fyrir hinn almenna lesanda að sérgreina þessa gjaldfærslu í rekstrarreikningi 2015. IE16020001

Ákveðið að formaður endurskoðunarnefndar gangi frá ofangreindu bréfi þar sem fram komi að borgarráð feli Fjármálaskrifstofu að kanna hvort rétt sé að taka tillit til ofangreindrar ábendingar um framsetningu ársreiknings við endanlega afgreiðslu hans.

7) Lagt fram erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur , dagsett 08.04.16, um viðbótarþjónustu (aukaverk) frá KPMG sem felst í aðstoð við innleiðingu á hugmyndafræði og aðferðum straumlínustjórnunar innan Orkuveitu Reykjavíkur. Undir þesssum lið er einnig tekið erindi KPMG, dagsett 05.04.16. IE16040002   

Frestað.

Fundi slitið kl. 10:15

Ólafur B. Kristinsson

Ingvar Garðarsson Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 11.4.2016 - prentvæn útgáfa