Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 108

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2016, mánudaginn 4. apríl, var haldinn 108. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Ólafur Kristinsson, Ingvar Garðarsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir. 

Þetta gerðist:

1) Rætt um ársreikning Reykjavíkurborgar.  Fram kemur að ytri endurskoðendur þurfi lengri tíma til að  ljúka mikilvægum endurskoðunaraðgerðum  við endurskoðun ársreiknings 2015 og muni í framhaldi gera formanni endurskoðunarnefndar grein fyrir þegar því er lokið.  

Auðunn Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir, löggiltir endurskoðendur hjá PricewaterhouseCoopers, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að óska eftir frestun á framlagningi ársreiknings um viku. Formanni endurskoðunarnefndar falið að óska eftir því við formann borgarráðs að ársreikningur samstæðu Reykjavíkurborgar verði lagður fyrir borgarráð 14. apríl nk. 

2) Lögð fram drög að bréfi endurskoðunarnefndar „ Um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015“ dagsett 4. apríl 2014.  Fram kemur að undanfari  þessa bréfs er yfirferð ársreiknings nefndarinnar,  sem fólst m.a. í fundum með fjármálaskrifstofu, innri og ytri endurskoðendum og öðrum aðilum máls. Fundað var með tryggingastærðfræðingi í tengslum við yfirferð á matsaðferðum við útreikning á lífeyrisskuldbindingu borgarinnar. 

Frestað. Ákveðið að fresta afgreiðslu bréfs til borgarráðs samhliða framlagningu ársreiknings til næsta fundar endurskoðunarnefndar. 

Fundi slitið kl. 11.45

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Ingvar Garðarsson

Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 4.4.2016 - prentvæn útgáfa