Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 107

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2016, föstudaginn 1. apríl, var haldinn 107. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 8:35.  Viðstödd voru Ólafur Kristinsson, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Inga Björg Hjaltadóttir boðaði forföll. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn; Kristín Vilhjálmsdóttir.

Þetta gerðist

1) Lögð fram fundargerð stjórnar Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá 17.3.2016 þar sem fram kemur undir 2. lið: Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar – samstarf.

2) Lagt fram skjal endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um fyrirkomulag innri endurskoðunar  Malbikunarstöðvarinnar Höfða, dagsett 17. mars 2016.  

Samþykkt. 

3) Lögð fram fundargerð frá fundi formanns endurskoðunarnefndar og formanns borgarráðs hinn 16.3.2016. Formaður endurskoðunarnefndar gerir grein fyrir fundinum þar sem m.a. var farið yfir störf endurskoðunarnefndar.  

4) Lögð fram umsögn Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, dagsett 15. mars 2016, um drög að erindisbréfi innri endurskoðunar Strætó bs. frá 12.02.2016.  IE1509005 

5) Lögð fram drög að ársreikningi samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015. Farið yfir framgang vinnu við gerð ársreiknings og tímasetningar við lokafrágang og skila til borgarráðs og borgarstjórnar.  Farið yfir helstu atriði sem fram koma í ársreikningi, þ.e. rekstrarliði og efnahag, og dregin fram möguleg álitamál. Stærstu frávik felast í mati á lífeyrisskuldbindingum borgarinnar. 

Birgir Björn Sigurjónsson, Gísli H. Guðmundsson, Einar Bjarki Gunnarsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6) Lagt fram minnisblað Fjármálaskrifstofu „Mat á lífeyrisskuldbindingu borgarsjóðs í árslok 2015“ dagsett 31.03. 2016.  Farið yfir reikningshaldslega meðferð lífeyrisskuldbindingar. 

Birgir Björn Sigurjónsson, Gísli H. Guðmundsson, Einar Bjarki Gunnarsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7) Rætt um viðbrögð Fjármálaskrifstofunnar við ábendingum IE um uppgjörsferli. Lagt fram skjal Fjármálaskrifstofu „Tíma- og verkáætlun vegna þeirra atriða í uppgjörsferli sem er ólokið“.  Sagt var frá verklagsreglum sem eru í vinnslu og verða send til formanns endurskoðunanefndar og innri endurskoðanda á næstu dögum.

Birgir Björn Sigurjónsson, Gísli H. Guðmundsson, Einar Bjarki Gunnarsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

8) Rætt um viðbrögð Fjármálaskrifstofunnar við athugasemdum ytri endurskoðenda.  Fjármálaskrifstofa mun senda formanni endurskoðunarnefndar yfirlit yfir viðbrögð skrifstofunnar.

Birgir Björn Sigurjónsson, Gísli H. Guðmundsson, Einar Bjarki Gunnarsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

9) Lögð fram greinargerð Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar „Afstemmingar undirkerfa Agressó“. Farið yfir umfang verkefnis, vinnulag og helstu niðurstöður úttektarinnar.  

Ingunn Þórðardóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Atli Þór Þorvaldsson taka sæti undir þessum lið.

10) Rætt um helstu niðurstöður varðandi samþykktarferli reikninga og lotun gjalda en verkefnið er á lokastigi. Gerð grein fyrir helstu niðurstöðum en skýrslan verður gefin út á næstu vikum.  

Ingunn Þórðardóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Atli Þór Þorvaldsson taka sæti undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 11.55

Ólafur B. Kristinsson

Ingvar Garðarsson Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 1.4.2016 - prentvæn útgáfa