Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 106

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2016, mánudaginn 7. mars, var haldinn 106. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8:35.  Viðstaddir voru: Ólafur Kristinsson, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Inga Björg Hjaltadóttir boðaði forföll. Fundarritari var Hallur Símonarson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn; Kristín Vilhjálmsdóttir

Þetta gerðist

1) Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar til stjórnar Faxaflóahafna sf., dags. 25. febrúar 2016, sem lagt var fram á fundi hafnarstjórnar 26. febrúar sl. IE16020001

Samþykkt með vísan í III. kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar.

2) Lagður fram ársreikningur Faxaflóahafna fyrir árið 2015 ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG IE16020001

3) Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar til stjórnar Félagsbústaða, dags. 26. febrúar 2016, sem lagt var fram á fundi stjórnar fyrirtækisins 4. mars 2016. IE16020001

Samþykkt með vísan í III. kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar.

4) Lagður fram ársreikningur Félagsbústaða 2015 ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG IE16020001

5) Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar til Strætó bs. um störf nefndarinnar starfsárið 2015-2016, dags. 25. febrúar 2016, sem lagt var fram á fundi stjórnar Strætó 26. febrúar 2016. IE16020001

Samþykkt með vísan í III. kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar.

6) Lagður fram ársreikningur Strætó bs. 2015 ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG IE16020001

7) Ársreikningur Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. 2015 ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG kynntur. 

Formaður gerði grein fyrir fundi sem hann átti með formanni stjórnar Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. og framkvæmdastjóra hinn 18. f.m.

8) Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar til Sorpu bs. dags. 3. þ.m. um störf nefndarinnar starfsárið 2015-2016.

Samþykkt með vísan í III. kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar. IE16020001

9) Lagður fram ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2015 ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG IE16020001

10) Lagt fram svar fjármálastjóra, dags 24. febrúar 2016, við fyrirspurn endurskoðunarnefndar frá 23. október 2015 um lífeyrisskuldbindingu, aukaverk KPMG og reglur um eignfærslu. IE15120006

Samþykkt að óska eftir minnisblaði fjármálaskrifstofu um færslu lífeyrisskuldbindingar í ársreikning A-hluta og samstæðu fyrir árið 2015 vegna fyrirhugaðra breytinga á útreikningi á lífslíkum.

Birgir Björn Sigurjónsson og Gísli H Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

11) Lagt fram svar fjármálastjóra, dags. 24. febrúar 2016, við fyrirspurn endurskoðunarnefndar frá 3 desember 2015 um stöðu ábendinga innri endurskoðunar til fjármálaskrifstofu um uppgjörsferli Reykjavíkurborgar. IE13080001

Samþykkt að óska eftir því að fjármálaskrifstofa komi á næsta fund endurskoðunarnefndar með skýrari viðbrögð og dagsettar aðgerðir til úrlausna.

Birgir Björn Sigurjónsson og Gísli H Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

12) Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, dags. 3. þ.m., um úttekt á fylgni við reglur og eftirlit með notkun innkaupakorta hjá A-hluta ásamt skýrslu um innkaupakort – innra eftirlit, dags. janúar 2016. IE15010005

Atli Þór Þorvaldsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13) Lögð fram ósk fjármálastjóra Strætó bs., dags. 29. f.m., um heimild til að kaupa ráðgjafaþjónustu af ytri endurskoðenda með vísan í 5. gr. verksamnings um ytri endurskoðun frá 21. janúar 2014. Jafnframt lögð fram verkefnistillaga og staðfesting KPMG á óhæði vegna fyrrnefndar óskar Strætó bs. um ráðgjöf. IE16010003

Hafnað með vísan í greinargerð endurskoðunarnefndar, dags. í dag.

14) Rætt um færslu lífeyrisskuldbindingar í ársreikning A-hluta Reykjavíkurborgar 2015 og jafnframt lögð fram beiðni endurskoðunarnefndar um umsögn PricewaterhouseCoopers um málið, dags. 16. f.m. IE15120006 

Vignir Rafn Gíslason löggiltur endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15) Rætt um sjálfsmat endurskoðunarnefndar. 

Formanni falið að setja af stað vinnu við gerð könnunar meðal hagsmunaaðila nefndarinnar.

16) Notkun fjarfundabúnaðar hjá ráðum og nefndum

Frestað.

Fundi slitið kl: 11:54

Ólafur B. Kristinsson

Ingvar Garðarsson Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 7.3.2016 - prentvæn útgáfa