Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 104

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2016, mánudaginn 22. febrúar, var haldinn 104. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 8:35. Viðstaddir voru: Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist

1) Lögð fram óhæðisyfirlýsing KPMG vegna Orkuveitu Reykjavíkur sf. dags. 18.1.2016 IE16010007

2) Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar til SHS um störf nefndarinnar starfsárið 2015-2016 dags. 17.2.2016 sem kynnt var á fundi stjórnar SHS 19. þ.m. Jafnframt lagður fram ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) 2015 ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG dags. feb. 2016. IE16020001

Endurskoðunarnefnd staðfestir bréfið með vísan til heimildar í III kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar sem samþykktar voru 25.8.2015 um afgreiðslu mála á milli funda.

3) Lögð fram ódags. drög að bréfi endurskoðunarnefndar til Strætó bs. um störf nefndarinnar og ársreikning 2015. IE16020001

Samþykkt að formaður gangi frá bréfinu til stjórnar Strætó bs. eftir rýningu á skýrslu ytri endurskoðenda.

4) Lögð fram ódags. drög að bréfi endurskoðunarnefndar til Sorpu bs. um störf nefndarinnar og ársreikning 2015. IE16020001

Samþykkt að formaður gangi frá bréfinu til stjórnar Sorpu bs. eftir rýningu á skýrslu ytri endurskoðenda.

5) Lögð fram drög að bréfi endurskoðunarnefndar til Faxaflóahafna sf. um störf nefndarinnar og ársreikning 2015. IE16020001

Samþykkt að formaður gangi frá bréfinu til stjórnar Faxaflóahafna sf. bs. eftir rýningu á skýrslu ytri endurskoðenda

6) Lögð fram drög að bréfi endurskoðunarnefndar til Félagsbústaða hf. um störf nefndarinnar starfsárið 2015-2016. IE16020001

Samþykkt að formaður gangi frá bréfinu til stjórnar Félagsbústaða hf. eftir rýningu á skýrslu ytri endurskoðenda

7) Formaður gerir grein fyrir fundi sem hann átti með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. um störf nefndarinnar.

8) Kynnt drög að umsögn endurskoðunarnefndar vegna ársreiknings Orkuveitu Reykjavíkur sef. (OR) 2015 dags. 18.2.2016. Jafnframt kynnt drög að ársreikningi OR 2015 og greining fjármálastjóra OR á endurmati varanlegra fastafjármuna í uppgjöri OR. IE16020001 

9) Lagt fram bréf borgarritara dags. 16. þ.m. um úrvinnslu á ábendingum úttektarnefndar borgarstjórnar, skýrslu Innri endurskoðunar um mat á eftirlitsumhverfinu 2014 og skýrslu endurskoðunarnefndar 2014 um skipan endurskoðunarnefndar og samskipti við borgarráð. IE14040004

10) Rætt um innri endurskoðunaráætlun samstæðu Reykjavíkurborgar 2015-2017 og stöðu verkefna. 

11) Lagt fram bréf innri endurskoðanda til endurskoðunarnefndar dags. 4. þ.m. um niðurstöður eftirfylgniúttektar – aðgangsstýringar upplýsingakerfa. IE15090001

Sigrún Lilja Sigmarsdóttir tekur sæti á fundinum og kynnir niðurstöður úttektar innri endurskoðunar.

Endurskoðunarnefnd þakkar innri endurskoðun fyrir úttekt sína á aðgangsstýringum upplýsingakerfa og óskar eftir að innri endurskoðandi kalli eftir tímasettri viðbragðsáætlun viðeigandi stjórnenda við útistandandi ábendingum og að stjórnendur mæti á næsta fund nefndarinnar til að gera grein fyrir þeim.

12) Lögð fram drög að erindisbréfi innri endurskoðunar Strætó bs. ódags. IE15090005

Samþykkt að óska umsagnar innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar um erindisbréfið hvað varðar samstarf á sviði innir endurskoðunar Strætó og Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar

13) Lögð fram til kynningar tíma- og verkáætlun fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árin 2017 – 2021. IE15110003

14) Rætt um færslu lífeyrisskuldbindingar í ársreikning A-hluta Reykjavíkurborgar 2015 og að fá beiðni um utanaðkomandi umsögn sbr. heimild í 1. mgr. 3. greinar samþykktar fyrir endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl: 11:51

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Ingvar Garðarsson

Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 22.2.2016 - prentvæn útgáfa