Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Árið 2016, mánudaginn 18. janúar, var haldinn 103. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 8:37. Viðstaddir voru: Ólafur Kristinsson, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir liðum 9-14.
Þetta gerðist
1) Lögð fram beiðni stjórnar Faxaflóahafna sf. um niðurstöður verðkönnunar í innri endurskoðun Faxaflóahafna sf. dags. 11.12.2015 ásamt umsögn endurskoðunarnefndar dags. 7. janúar sem send var stjórnarformanni í tölvupósti s.d. IE15120007
2) Lagt fram svar stjórnarformanns dags. 17.12.2015 við beiðni endurskoðunarnefndar um upplýsingar um niðurstöðu verðkönnunar í innri endurskoðun Strætó bs. IE15090005
3) Lagt fram uppgjör vegna vinnu við endurskoðun ársreiknings Reykjavíkurborgar 2014 og sundurliðun KPMG á reikningum vegna viðbótarverkefna tengdum endurskoðun og/eða aukaverkum hjá A hluta Reykjavíkurborgar og B-hluta fyrirtækja á tímabilinu frá maí 2014 til og með ágúst 2015 dags. 16. september 2015. IE15010007
Uppgjör vegna vinnu við endurskoðun ársreiknings Reykjavíkurborgar 2014 samþykkt.
4) Lögð fram tímaáætlun vegna uppgjörs samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 sem lögð var fyrir fund borgarráðs hinn 14. þ.m. og vísað til endurskoðunarnefndar til kynningar.
Gísli Hlíðberg Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. IE16010001
5) Kynnt eru drög að svari fjármálaskrifstofu við fyrirspurn endurskoðunarnefndar frá 23.10.2015 um lífeyrisskuldbindingu, eignfærslu og viðbótarvinnu ytri endurskoðenda vegna afstemmingar eiginfjár.
Gísli Hlíðberg Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. IE15120006
6) Lögð fram beiðni KPMG dags. 12. janúar 2016 viðbótarverk við skráningu áhættustefnu fyrir Strætó bs. ásamt verkefnistillögu Strætó – Áhættustjórnun.
Ástríður Þórðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. IE16010003
Samþykkt
7) Lagt fram minnisblað til borgarráðs dags. 14.12.2015 sem kynnt var á fundi borgarráðs 17.12.2015. IE16010002
Bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar lagði fram minnisblað á fundi borgarráðs þann 17. desember 2015 þar sem lögð var fram ábending um að við þær aðstæður þar sem þörf er á auknu aðhaldi og hagræðingu í rekstri sé rétt að borgarráð taki til athugunar kosti þess að efla skipulag og virkni innra samtímaeftirlits á þeim þáttum í starfsemi borgarinnar þar sem hættan er mest á óvæntum frávikum. Í ljósi þess telur endurskoðunarnefnd borgarinnar rétt að beina því til borgarráðs að kanna hvort ekki sé rétt að efla fremur en draga úr því stjórnendaeftirliti sem innri endurskoðun borgarinnar sinnir fyrir hönd borgarráðs. Með því móti væri borgarráð að veita nauðsynlegt aðhald og styrkja fyrirbyggjandi samtímaeftirlit innan borgarinnar.
8) Lögð fram árleg staðfesting á óhæði ytri endurskoðenda Reykjavíkurborgar dags. 4.12.2015. Jafnframt rætt um stöðu endurskoðunar ársreiknings samstæðu Reykjavíkurborgar 2015 og álitamál. IE16010007
Auðunn Guðjónsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir Hildur Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
9) Lögð fram starfsáætlun innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur 1.1.2016 – 31.12.2016. IE15120002
Samþykkt.
Bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar samþykkir meðfylgjandi starfsáætlun innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sef. árið 2016 fyrir móðurfyrirtæki samstæðunnar og staðfestir endurskoðunaráætlun fyrir dótturfyrirtækin í samræmi við meðfylgjandi greinargerð.
10) Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur – Endurskoðun á erindisbréfi innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 17.1.2016 IE16010008
Bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd hefur farið yfir tillögur að breytingum á erindisbréfi innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur og fengu fulltrúar í nefndinni kynningu á tillögunni á sérstökum vinnufundi með innri endurskoðanda OR. Endurskoðunarnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingar á erindisbréfi innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur og vísar því til afgreiðslu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
11) Fram fer kynning á niðurstöðu úttektar innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur á innkaupaferli Orkuveitu Reykjavíkur. IE16010005
12) Fram fer kynning á niðurstöðu úttektar innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur á starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. IE16010006
13) Fram fer kynning á innra gæðamati á innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur. IE15080004.
Bókun: endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd hefur farið yfir sjálfsmat innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sef. sem framkvæmt var af Deloitte að beiðni innri endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur sef.
14) Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur - Stefnumótun innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sef. dags. 17.1.2016. IE15120003.
Bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd fagnar framkominni stefnu innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur. Endurskoðunarnefnd veitti framkvæmdastjóra innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur umsögn um drög að stefnumótun innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur og í því stefnumótunarskjali sem nú er lagt fyrir nefndina er ljóst að tekið hefur verið tillit til ábendinga nefndarinnar. Endurskoðunarnefnd beinir því til innri endurskoðanda Orkuveitunnar að leitað verði til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar við framkvæmd árlegs innra gæðamats.
Fundi slitið kl. 13:10
Ólafur B. Kristinsson
Ingvar Garðarsson Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 18.1.2016 - prentvæn útgáfa