Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 102

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2015, fimmtudaginn 3. desember, var haldinn 102. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 8:34. Viðstaddir voru: Ólafur Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir liðum 1–4.

Þetta gerðist

1. Lagt fram erindi framkvæmdastjóra innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sef. um stefnumótun innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sef. dags. 5. nóvember 2015. IE15120003

Frestað.

2. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sef. um innra gæðamat á innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur sef. dags. 5. nóvember 2015. IE15080004

Frestað.

3. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sef. um þróun í virkni eftirlitsþátta í þremur skoðunum dags. 5. nóvember 2015. IE15120004

4. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sef. um gerð verkefnaáætlunar 2016 – til upplýsinga dags. 5. nóvember 2015. IE15120002

5. Lagt fram erindi framkvæmdastjóra Sorpu um ósk um endurupptöku á afgreiðslu endurskoðunarnefndar á beiðni Sorpu bs. um aukaverk KPMG í tengslum við metanmarkaðinn dags. 18. nóvember 2015. IE15010007

Hafnað.

Björn Hafsteinn Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd telur sér ekki fært verða við ósk framkvæmdastjóra Sorpu bs. um endurupptöku fyrri afgreiðslu og vísar til rökstuðnings í bréfi nefndarinnar til stjórnar Sorpu bs. dags. 19. ágúst 2015

6. Lagt fram ódags. yfirlit frá KPMG um aukaverk frá maí 2014 – ágúst 2015 IE15120005

7. Lögð fram drög að minnisblaði frá fjármálstjóra Reykjavíkurborgar um lífeyrisskuldbindingu borgarsjóðs vegna LSRb dags. 3. desember 2015. IE15120006

Birgir Björn Sigurjónsson, Einar Bjarki og Gísli Hlíðberg Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar til stjórnar Strætó bs. um innri endurskoðun fyrirtækisins dags. 1. desember 2015. IE15090005

Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá stjórn Strætó bs. um það hvort umsögn endurskoðunarnefndar um niðurstöðu verðkönnunar, sem send var stjórn fyrirtækisins í byrjun nóvember, hafi legið til grundvallar ákvörðunar á því vali stjórnarinnar sem fram kemur í fundargerð frá 13. nóvember þar sem umsagnar nefndarinnar er ekki getið í fundargerð. 

9. Rætt um stöðu ábendinga Innri endurskoðunar til fjármálaskrifstofu um uppgjörsferli Reykjavíkurborgar og samstæðu sbr. eftirfylgniúttekt Innri endurskoðunar frá því í apríl 2015. IE13080001

Samþykkt að óska skriflega eftir upplýsingum frá fjármálastjóra um stöðu ábendinga í skýrslu Innri endurskoðunar og skýrslu KPMG frá 30. mars til borgarstjóra um ábendingar vegna endurskoðunar á reikningsskilum Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014. 

Fundi slitið kl. 11:51

Ólafur Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 3.12.2015 - prentvæn útgáfa