Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 101

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2015, mánudaginn 23. nóvember, var haldinn 101. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 11:04.  Viðstaddir voru: Ólafur Kristinsson og Ingvar Garðarsson. Fundarritari var Hallur Símonarson. Birgir Björn Sigurjónsson, Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Einar Bjarki Gunnarsson frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar taka sæti á fundinum undir liðum 2 – 5.

Þetta gerðist

1. Lagður fram árshlutareikningur Strætó bs. 1. janúar – 30. september 2015. IE15050006

2. Kynnt drög að árshlutareikningi A hluta Reykjavíkurborgar og samstæðu  1. janúar – 30. september 2015 ásamt skýrslu fjármálaskrifstofu við framlagningu níu mánaða uppgjörs Reykjavíkurborgar 2015. IE15050006

3. Lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar til borgarráðs um árshlutareikning A hluta Reykjavíkurborgar og samstæðu 1. janúar til 30. september 2015. IE15050006

Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að ganga frá umsögn til borgarráðs með vísan til heimildar í III kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar sem samþykktar voru 19.8.2015 um afgreiðslu mála á milli funda.

4. Lögð fram fyrirspurn endurskoðunarnefndar sem send var fjármálastjóra 23. október sl. um;

a. áhrif breytingar á lífeyrisskuldbindingu á ársreikning A hluta Reykjavíkurborgar 2015, 

b. aðstoð við afstemmingu eiginfjár í uppgjöri A hluta Reykjavíkurborgar og samstæðu fyrir árið 2015 og 

c. verklagsreglur um eignfærslu viðhaldskostnaðar. IE15120006

Frestað.

5. Lagt fram erindi fjármálastjóra – ósk um umsögn endurskoðunarnefndar um tillögu fjármálaskrifstofu til borgarráðs um breytingu á reglum um gerð fjárhagsáætlunar dags. 17. nóvember 2015.

Bókun endurskoðunarnefndar: 

Endurskoðunarnefnd hefur farið yfir tillögu fjármálaskrifstofu til borgarráðs um breytingu á reglum um gerð fjárhagsáætlunar og hefur ekki athugasemdir við hana. Endurskoðunarnefnd telur þó að vel fari á því að í reglunum sé sérstök athygli vakin á eftirlits- og vöktunarhlutverki sem Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar hefur í umboði borgarráðs. 

6. Lagt fram erindi formanns borgarráðs um aukaverk KPMG í tengslum við rekstrarúttekt á Söngskóla Sigurðar Dementz dags. 6. nóvember 2015. Einnig lagt fram erindi KPMG um staðfestingu óhæði KPMG gagnvart því að framkvæma umrædda rekstrarúttekt dags. 18. nóvember 2015. IE15010002

Sigurður Björn Blöndal og Birgir Björn Sigurjónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt.

Bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd telur að fyrirhuguð úttekt á rekstrarhæfi söngskóla Sigurðar Dementz sé eðlilegur þáttur í ákvörðunartöku borgarinnar þegar um er að ræða ráðstöfun rekstrarstyrkja til langs tíma.  Vakin er athygli á því að verkefni sem þetta fellur að mati nefndarinnar undir ákvæði í greinum 290.175 – 290.180 í siðareglum félags löggiltra endurskoðenda. Áætlað umfang þessa verkefnis er samkvæmt umsögn KPMG til nefndarinnar um 50-100 klst.  Með hliðsjón af því að verkefnið er óverulegt að umfangi og að það standist ákvæði greinar 290.180 gerir endurskoðunarnefndin ekki athugasemd við þessa ráðstöfun en leggur áherslu á að umfang úttektarinnar verði í samræmi við það sem KPMG gerir ráð fyrir í umsögn sinni til nefndarinnar. Eins og fram kemur í útboðslýsingu fyrir ytri endurskoðunarþjónustu er meginreglan sú að ekki sé leitað til ytri endurskoðanda borgarinnar um ráðgjöf eða önnur verkefni sem eru til þess fallin að draga óhæði þeirra í efa.  Jafnframt telur nefndin rétt að vekja athygli á hættunni á því að endurskoðandi geti bæði verið í hlutverki ráðgjafa og úttektaraðila samkvæmt ákvæði 3. mgr. 72. gr. sveitarstjórnarlaga.

7. Lagt fram erindi framkvæmdastjóra Sorpu um endurupptöku á afgreiðslu endurskoðunarnefndar á beiðni Sorpu bs. um aukaverk KPMG í tengslum við metanmarkaðinn dags. 18. nóvember 2015. IE15010007

Frestað.

8. Lagt fram erindi frá KPMG - Uppgjör vegna vinnu við endurskoðun ársreiknings Reykjavíkurborgar 2014 – uppfært. Jafnframt lögð fram sundurliðun KPMG á reikningum vegna viðbótarverkefna tengdum endurskoðun og/eða aukaverkum hjá A hluta Reykjavíkurborgar og B-hluta fyrirtækja á tímabilinu frá maí 2014 til og með ágúst 2015 dags. 16. september 2015 sem nefndin hafði óskað eftir síðastliðið vor.

Frestað.

9. Lögð fram ósk KPMG um viðbótarverk vegna endurskoðunar 2015 - Úttekt á innleiðingu á nýju launakerfi í tengslum við endurskoðun dags. 28. október 2015. Jafnframt lagt fram svar formanns endurskoðunarnefndar dags. 29. október 2015 sem sent var á milli funda með vísan til heimildar í III kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar sem samþykktar voru 19.8.2015 um afgreiðslu mála á milli funda. IE15010002

Endurskoðunarnefnd staðfestir samþykki viðbótarverks sem fram kemur í rafbréfi formanns endurskoðunarnefndar til KPMG dags. 28.10.2015.

Fundi slitið kl. 13:45

Ólafur Kristinsson

Ingvar Garðarsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 14.10.2015 - prentvæn útgáfa