Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 1

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2012, föstudaginn 24. febrúar, var haldinn 1. fundur endurskoðunarnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14:05. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson.
Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Ákveðið að hafa í upphafi vikulega fundi sem verði haldnir verði klukkan 8:30 á miðvikudögum.

2. Lagður fram ársreikningur 2010 ásamt gögnum um ytri endurskoðun, innri endurskoðun, fjármálaskrifstofu og skipurit Reykjavíkurborgar.

3. Ákveðið að boða ytri endurskoðendur á næsta fund og fá yfirferð yfir samskiptaáætlun og helstu álitaefni vegna endurskoðunar 2011.

4. Ákveðið að setja niður samskiptareglur um miðlun upplýsinga til borgarráðs.

Fundi slitið klukkan 15:09

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson