Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2017, þriðjudaginn 14. nóvember, var haldinn opinn fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og öldungaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Tjarnarsal, Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 14.08. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Skúli Helgason, Dóra Guðmundsdóttir, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Kjartan Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Björn Gíslason, og Börkur Guðmundsson ásamt fulltrúum í öldungaráði; Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Bryndís Hagan. Einnig tóku sæti á fundinum eftirtaldir gestir: Ólöf Örvarsdóttir og Pétur Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur fundinn og heldur ávarp um yfirskrift fundarins; skipulag aldursvænna borga.
- Kl. 14.25 víkur Börkur Guðmundsson af fundi og Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti.
2. Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs heldur ávarp.
3. Pétur Gunnarsson rithöfundur heldur ávarp; Á Íslendingaslóðum í Reykjavík.
4. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og fulltrúi í öldungaráði Reykjavíkur heldur ávarp.
- Kl. 15.12 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundinum.
5. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, heldur ávarp; Borg fyrir fólk.
6. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara og fulltrúi í öldungaráði, heldur ávarp.
7. Fram fara umræður borgarfulltrúa og spurningar fundargesta. Til máls taka eftirtaldir borgarfulltrúar: Skúli Helgason, Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Áslaug María Friðriksdóttir Heiða Björg Hilmisdóttirauk Gísla Jafetssonar og Sjafnar Ingólfsdóttur.
8. Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs, dregur saman umræður og slítur fundi.
Fundi slitið kl. 16.29
Forseti borgarstjórnar og formaður öldungaráðs gengu frá fundargerðinni.
PDF útgáfa fundargerðar
Fundur borgarstjórnar og öldungaráðs 14. nóvember 2017