Borgarstjórn - Fundur 6.9.2001

Borgarstjórn

2

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2001, fimmtudaginn 6. september, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Kristín Blöndal, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Geirsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Kjartan Magnússon, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Guðrún Pétursdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 26. júní.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 3. júlí.

3. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 10. júlí.

4. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 13. júlí.

5. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 24. júlí.

6. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 31. júlí.

7. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 14. ágúst.

8. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 21. ágúst.

9. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 28. ágúst. 13. liður fundargerðarinnar, Kaffi Austurstræti, samþykktur með 8 atkv. gegn 7.

- Kl. 14.30 vék Anna Geirsdóttir af fundi og Pétur Jónsson tók þar sæti.

10. Lagður fram 23. liður fundargerðar borgarráðs frá 28. ágúst, stjórnskipulag Reykjavíkurborgar.

- Kl. 14.20 vék Kjartan Magnússon af fundi og Snorri Hjaltason tók þar sæti. - Kl. 14.37 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum og Snorri Hjaltason vék af fundi. - Kl. 15.04 tók Anna Geirsdóttir sæti á fundinum og Pétur Jónsson vék af fundi.

23. liður fundargerðar borgarráðs frá 28. ágúst, stjórnskipulag Reykjavíkurborgar, samþykktur með 8 atkv. gegn 7.

11. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 4. september.

- Kl. 15.10 tók Helgi Pétursson sæti á fundinum og Kristín Blöndal vék af fundi. - Kl. 16.15 vék Guðrún Pétursdóttir af fundi og Kristján Guðmundsson tók þar sæti. - Kl. 16.38 var gert fundarhlé. - Kl. 17.05 var fundi fram haldið.

12. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 22. ágúst.

13. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 27. ágúst.

14. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 27. ágúst. Samþykkt með samhljóða atkvæðum.

15. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 31. ágúst.

16. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 27. ágúst.

17. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 22. ágúst. B-hluti fundargerðarinn samþykktur með samhljóða atkvæðum.

18. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 29. ágúst. B-hluti fundargerðarinn samþykktur með samhljóða atkvæðum.

19. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 28. ágúst.

20. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 23. ágúst.

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um staðbundna löggæslu:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisstjórnina um að stjórn staðbundinnar löggæslu í Reykjavík flytjist hið fyrsta frá ríki til borgar.

Greinargerð fylgir tillögunni. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að fresta tillögunni.

22. Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Ólafi F. Magnússyni varðandi Kárahnjúkavirkjun:

Með vísan til samþykktar Borgarstjórnar Reykjavíkur frá 21. júní s.l. og úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 1. ágúst s.l., þar sem lagst er gegn fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun vegna verulegra og óafturkræfra umhverfisáhrifa hennar, lýsir Borgarstjórn Reykjavíkur andstöðu sinni við þátttöku Reykjavíkurborgar í þessari framkvæmd.

Greinargerð fylgir tillögunni.

- Kl. 19.50 var gert hlé á fundi. - Kl. 20.15 var fundi fram haldið.

Samþykkt með 9 atkvæðum gegn 6 að vísa tillögunni til borgarráðs.

Fundi slitið kl. 21.21.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð

Helgi Hjörvar

Hrannar Björn Arnarsson Ólafur F. Magnússon