Borgarstjórn - Borgastjórn 5.12.2023

Borgarstjórn

Ár 2023, þriðjudaginn 5. desember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:05. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Björn Gíslason, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Friðjón R. Friðjónsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Marta Guðjónsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sabine Leskopf, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram til síðari umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 7. nóvember 2023 ásamt 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. nóvember 2023 með uppfærðum greinargerðum fagsviða með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2024. Einnig er lagður fram 13. liður fundargerðar borgarráðs frá 30. nóvember 2023; breytingatillögur borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024, merktar SBPC1-26, 10. liður fundargerðar forsætisnefndar frá 1. desember; breytingartillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks merktar D 1-18, 11. liður fundargerðar forsætisnefndar frá 1. desember, breytingatillögur borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands merktar J 3-10 og 12. liður fundargerðar forsætisnefndar frá 1. desember; breytingatillögur borgarfulltrúa Flokks fólksins merktar F-5 -23. Einnig eru lagðar fram breytingatillögur borgarfulltrúa Vinstri grænna merktar V 1-8. 

    -    Kl. 17:40 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum og Helgi Áss Grétarsson tekur þar sæti. 

    -    Kl. 18:00 er gert hlé á fundinum. 

    -    Kl. 18:45 er fundi fram haldið. 

    -    Kl. 20:20 víkur Árelía Eydís Guðmundsdóttir af fundinum og Þorvaldur Daníelsson tekur þar sæti. 

    -    Kl. 20:40 víkur Friðjón R. Friðjónsson af fundinum og Sandra Hlíf Ocares tekur þar sæti. 

    -    Kl. 22:09 víkur Magnús Davíð Norðdahl af fundinum og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir tekur þar sæti. 

    Er þá gengið til atkvæða um þær breytingatillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2024 sem fyrir liggja.

    SBPC-1 Tillaga vegna skipulagsbreytinga á fjármála- og áhættustýringarsviði. Lagt er til að fjárheimildir fjármála- og áhættustýringarsviðs lækki um 463.725 þ.kr. vegna skipulagsbreytinga. Á sama tíma er hækkun á fjárheimildum mannauðs- og starfsumhverfissviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Einnig munu flytjast fjárheimildir af kostnaðarstað 01361 yfir á fjármála- og áhættustýringarsvið. 

    Samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    SBPC-2 Tillaga vegna fjölgunar ungmenna í frístundastarfi. Lagt er til að fjárheimildir innan menningar- og íþróttasviðs hækki um 11.150 þ.kr. til að mæta fjölgun á ungmennum í frístundastarfi fatlaðra. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðiflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    SBPC-3 Tillaga vegna menningartengdra styrkja. Lagt er til að fjárheimildir innan menningar- og íþróttasviðs hækki um 33.000 þ.kr. til að menningartengdir styrkir fylgi verðlagsþróun. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    SBPC-4 Tillaga vegna tilfærslu á UTR viðbótum. Lagt er til að fjárheimildum innan velferðarsviðs verði endurdreift vegna breytinga á UTR viðbótum. Ekki er um að ræða breytingar á fjárhæð, eingöngu á því með hvaða hætti fjármagnið dreifist á kostnaðarstaði. 

    Samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    SBPC-5 Tillaga vegna kjarasamningsbundinna hækkana NPA. Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 52.281 þ.kr. vegna breytinga á kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu stéttarfélag. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205. 

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-6 Tillaga vegna flutnings fjárheimildar frá Hólabergi. Lagt er til að velferðarsvið fái heimild til að flytja fjármagn af Hólabergi yfir á Laugaveg vegna niðurlagningar herbergjasambýla. Gert er ráð fyrir að íbúar Hólabergs flytji í íbúðakjarna á Laugavegi 105.

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og  Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-7 Tillaga vegna tilfærslu á fjárheimildum vegna vinnu og virkni fyrir fólk með fötlun. Lagt er til að velferðarsvið fái heimild til að dreifa fjármagni á fleiri kostnaðarstaði vegna fjölgunar í úrræðum fyrir fötluð ungmenni eftir útskrift úr framhaldsskólum. Ekki er um að ræða breytingar á fjárhæð, eingöngu á því með hvaða hætti fjármagnið dreifist á kostnaðarstaði.

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-8 Tillaga vegna flutnings á þjónustu meindýravarna til Dýraþjónustu Reykjavíkur. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið fái heimild til þess að færa þjónustu meindýravarna til Dýraþjónustu Reykjavíkur. Fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði lækkaðar um 52.417 þ.kr. og fjárheimildir menningar- og íþróttasviðs verði hækkaðar um 52.417 þ.kr. á móti, en til viðbótar bætist við í ramma menningar- og íþróttasviðs innri leiga að upphæð 1.500 þ.kr. sem verður fjármögnuð af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205. 

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-9 Tillaga vegna ráðningar verkefnastjóra Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um 13.000 þ.kr. til ráðningar á verkefnastjóra náttúru og garða sem ekki var ráðið í tímabundið í ár,  árið 2023 vegna hagræðingaraðgerða. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205. 

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-10 Tillaga vegna flutnings fjárheimildar frá Vinnuskólanum til skrifstofu mannauðs. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið fái heimild til að flytja fjármagn af Vinnuskólanum yfir á skrifstofu mannauðs þar sem gert er ráð fyrir að starfsemi hans flytjist frá umhverfisgæðum til skrifstofu mannauðs.

    Samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-11 Tillaga vegna endurskoðunar á vetrarþjónustu. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs hækki um 145.000 þ.kr. vegna tillagna um endurskoðun á vetrarþjónustu sem samþykktar voru í borgarráði 15. júní sl. Tillagan felur í sér fjármögnun á árlegum kostnaði en einskiptiskostnaður verður fjármagnaður sérstaklega í gegnum viðauka á árinu 2024. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.

    Samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-12 Tillaga um tvö stöðugildi vegna umhverfis-, gæða- og öryggismála. Lagt er til að launarammi umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaður um 26.000 þ.kr. til ráðningar í tvö stöðugildi sérfræðinga. Tilgangurinn er að efla umhverfis-, gæða- og öryggismál sviðsins með áherslu á ný uppbyggingarsvæði í borginni. Gert er ráð fyrir að kostnaði verði mætt með tekjuaukningu upp á 26.000 þ.kr.

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-13 Tillaga vegna stækkunar Jafnréttisskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 13.000 þ.kr. til ráðningar á viðbótarstarfsmanni í Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205. 

    Samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-14 Tillaga vegna fjölgunar barna í Edduskólum. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 155.000 þ.kr. til að fjármagna fjölgun barna í Edduskólum. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-15 Tillaga vegna fjölgunar barna í Arnarskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 48.000 þ.kr. til að fjármagna fjölgun barna og uppfærslu á framlagi til Arnarskóla. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    SBPC-16 Tillaga vegna reksturs starfsumsóknarkerfis. Lagt er til að fjárheimildir á ÖNN, kostnaðarstað 01367, hækki um 38.170 þ.kr. til að mæta kostnaði við rekstur starfsumsóknakerfis. Á fundi borgarráðs 3. júní 2021 var samþykkt heimild til að fara í útboðsferli á kaupum á starfsumsóknakerfi og er það nú komið í rekstur hjá mannauðs- og starfsumhverfissviði. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-17 Tillaga vegna breytinga á UTR kostnaði. Lagt er til að fjárheimildir fagsviða verði hækkaðar um 27.672 þ.kr. vegna breytinga á UTR kostnaði vegna Microsoft leyfa. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-18 Tillaga vegna breytinga á skattlagningu ríkisins á brunabótamat. Lagt er til að áætlaður kostnaður vegna breytinga á gjöldum brunabótamats hækki um 22.180 þ.kr. Er það tilkomið vegna árlegs gjalds á allar húseignir sem nemur 0,08% af brunabótamati samkvæmt lögum um brunatryggingar. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-19 Tillaga vegna hækkunar útsvarstekna. Lagt er til að áætlaðar tekjur vegna útsvars verði hækkaðar um 1.042.391 þ.kr. vegna breytinga á verðlags- og launaforsendum í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 17. nóvember 2023. Áhrif hærri verðlags- og launaforsendna á útsvarstekjur eru jákvæð vegna þess að útsvarstekjur eru háðar launum íbúa Reykjavíkur. Hækkun útsvarstekna leiðir til hækkunar á handbæru fé. 

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-20 Tillaga vegna hækkunar á varasjóði launa. Lagt er til að varasjóður launa hækki um 207.723 þ.kr. vegna breytinga á verðlags- og launaforsendum í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 17. nóvember 2023. Breytingin leiðir til lækkunar á handbæru fé.

    Samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-21 Tillaga vegna gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar. Lagt er til að áætluð gjaldfærsla lífeyrisskuldbindingar verði hækkuð um 400.000 þ.kr. vegna breytinga á verðlags- og launaforsendum í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 17. nóvember 2023. Áhrif hærri verðbólgu á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar eru jákvæð vegna þess að mikill hluti eigna lífeyrissjóðsins er verðtryggður. Áhrif hærri launaforsendna eru neikvæð vegna þess að skuldbindingar sjóðsins eru uppreiknaðar með launavísitölu. Hækkun útgjalda hefur áhrif á rekstrarniðurstöðu til lækkunar en ekki handbært fé.

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-22 Tillaga vegna verðbóta á samningsbundnar skuldbindingar. Lagt er til að fjárheimildir sviða og skrifstofa borgarinnar verði hækkaðar um 132.638 þ.kr. vegna breytinga á forsendum í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 17. nóvember 2023. Helstu breytingar eru þær að vísitala neysluverðs hækkar úr 4,9% í 5,6% og launaþróun hækkar úr 5,8% í 6,8%. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-23 Tillaga vegna innri leigu fasteigna, áhalda og tækja og gatna. Lagt er til að fjárheimildir fag- og kjarnasviða verði hækkaðar um 213.129 þ.kr. vegna hærri innri leigu fasteigna, áhalda og búnaðar í samræmi við breyttar forsendur um vísitölu neysluverðs innan ársins í sem tekur mið af þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 17. nóvember 2023. Jafnframt er lagt til að fjárheimildir eignaskrifstofu verði hækkaðar um 213.129 þ.kr. vegna hækkunar á tekjum af innri leigu. 

    Samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-24 Tillaga vegna breytingar á fjármagnskostnaði A-hluta. Lagt er til að nettó fjármagnskostnaður A-hluta verði hækkaður um 601.789 þ.kr. í samræmi við breyttar verðlagsforsendur skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 17. nóvember 2023. Breytingin felur í sér að verðlagsáhrif á fjármagnskostnað verða 5,6% í stað 4,9% eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Tillagan felur í sér að rekstrarniðurstaða lækkar um 601.789 þ.kr. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Þar sem verðbætur hafa ekki áhrif á handbært fé mun handbært fé lækka um 11.974 þ.kr. 

    Samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-25 Breytingar á milliviðskiptum A-hluta. Lagt er til að milliviðskiptum samstæðu A-hluta verði breytt eins og lýst er í töflu í fylgiskjali.

    Samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SBPC-26 Framkvæmd. Lagt er til að sviðstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs verði falið að útfæra ofangreindar breytingar á kostnaðarstaði í A-hluta eftir því sem við á, í samráði við hlutaðeigandi svið.

    Samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-1 Tillaga um lækkun á fjárfestingum þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Lagt er til að fjárfesting í áhöldum, tækjum og hugbúnaði þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði lækkuð úr 2.600 milljónum króna, niður í 1.300 milljónir króna. Forgangsraðað verði í þágu stafrænnar umbreytingar á velferðarþjónustu, skólastarfi barna og þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs. Kostnaðarlækkun vegna tillögunnar nemur 1.300 milljónum króna og er lagt til að handbært fé verði hækkað sem því nemur.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn átta atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-2 Tillaga um frestun fjárfestinga í miðborg. Lagt er til að fjárfestingum vegna Hlemmssvæðis, Laugavegar, Hverfisgötu og Lækjartorgs verði frestað. Kostnaðarlækkun vegna tillögunnar nemur 900 milljónum króna af kostnaðarstað 3105 og er lagt til að handbært fé verði hækkað um samsvarandi fjárhæð. 

    Fellt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-3 Tillaga um að hætt verði við athuganir í Hvassahrauni. Í ljósi eldsumbrota á Reykjanesskaga að undanförnu er lagt til að hætt verði við fyrirhugaðar athuganir á fýsileika þess að flytja Reykjavíkurflugvöll í Hvassahraun. Kostnaðarlækkun vegna tillögunnar nemur 20 milljónum króna af kostnaðarstað 4101 og er lagt til að handbært fé verði hækkað um samsvarandi fjárhæð.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-4 Tillaga um stjórnkerfisúttekt. Lagt er til að ráðnir verði óháðir sérfræðingar til að framkvæma stjórnkerfisúttekt á borgarkerfinu, þar sem lögbundin verkefni borgarinnar yrðu sundurgreind annars vegar og ólögbundin verkefni hins vegar. Jafnframt yrði leitað tækifæra til að ná fram auknu hagræði í rekstrinum. Niðurstöðum og tillögum verði skilað eigi síðar en 1. maí 2024. Í framhaldinu verði fjármunum forgangsraðað í þágu lögbundinnar grunnþjónustu auk leikskólaþjónustu. Það hagræði sem næst fram með aðgerðinni verði fært til hækkunar á handbæru fé.

    Fellt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. 

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    D-5 Tillaga um ráðningarbann í miðlægri stjórnsýslu. Lagt er til að bann verði lagt við frekari ráðningum innan miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar út árið 2024. Þess í stað verði einblínt á að manna framlínustörf og nauðsynleg störf við framfylgd lögbundinnar þjónustu. Starfsmönnum borgarinnar fjölgaði um 25% frá 2017 til 2022 á meðan íbúum fjölgaði aðeins um 10%. Þá hafa launahækkanir hjá Reykjavíkurborg verið hlutfallslega langt yfir þróun á almennum markaði, sbr. skýrslu kjaratölfræðinefndar frá nóvember 2022. Það hagræði sem næst fram með aðgerðinni verði fært til hækkunar á handbæru fé.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. 

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-6 Tillaga um sameiningar sviða og ráða. Lagt er til að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa verði sameinuð velferðarsviði og verkefni hennar flutt þangað. Þá er jafnframt lagt til að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð og velferðarráð verði sameinuð í eitt ráð, velferðar- og mannréttindaráð. Tillagan felur í sér hagræðingu og aukna skilvirkni í stjórnkerfinu. Auk þess felur tillagan í sér valdeflingu í verki svo styrkja megi málaflokkinn og efla. Áætlað er að breytingin muni fela í sér hagræðingu sem nemur 150 milljónum króna árlega, sem færðar verði af kostnaðarstöðum 01270 og 01271 yfir á handbært fé.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands  og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-7 Tillaga um hagræðingu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Lagt er til að hagrætt verði á skrifstofu borgarstjóra, kostnaðarstað01100, sem nemur 100 milljónum. Fjárheimildir af kostnaðarstað 01100 verði því lækkaðar um 100 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur. Jafnframt er lagt til að hagrætt verði um 100 milljónir hvað varðar samskiptamál, 01288, markaðs- og viðburðamál, 01289, sérstakar athuganir og úttektir, 09204, almannatengsl og kynningar, 09514, og auglýsingar, 09518. Fjárheimildir af kostnaðarstöðum 01288, 01289, 09204, 09514 og 09518 verði lækkaðar um 100 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur.

    Fellt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    D-8 Tillaga um hagræðingu í sameiginlegum kostnaði. Lagt er til að hagrætt verði í sameiginlegum kostnaði sem nemur 10 milljónum króna í móttökur. Fjárheimildir af kostnaðarstað 09202 verði því lækkaðar um 10 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur. 

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    D-9 Tillaga um að hætta útgáfu bæklings um húsnæðismál. Lagt er til að útgáfu árlegs 64 blaðsíðna bæklings um húsnæðismál í Reykjavík, ásamt póstdreifingu á öll heimili höfuðborgarsvæðisins verði hætt. Fjárheimildir af kostnaðarstað 4200 verði lækkaðar um 13 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins. 

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    D-10 Tillaga um að hagræða við skipulag borgarstjórnarfunda. Lagt er til að borgarstjórnarfundir hefjist klukkan 9 að morgni, tvo þriðjudaga í mánuði, og þannig verði dregið úr kostnaði við yfirvinnu starfsfólks og fjölskylduvænna vinnuumhverfi skapað. Fjárheimildir skrifstofu borgarstjórnar, kostnaðarstaður 01001, verði þannig lækkaðar til samræmis og handbært fé hækkað um sömu fjárhæð. 

    Fellt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn átta atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks Íslands. 

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    D-11 Tillaga um fækkun borgarfulltrúa. Í 5. tölulið 11. greinar sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn skuli vera 23-31 í sveitarfélagi með fleiri en 100.000 íbúa. Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi að endurskoða umrætt lagaákvæði í því skyni að borgarstjórn hafi sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Fækkun borgarfulltrúa mun leiða til kostnaðarlækkunar á kostnaðarstað 01001. 

    Fellt með 17 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. 

    D-12 Tillaga um fjölgun lóðaúthlutana undir fjölbreyttar gerðir íbúðarhúsnæðis. Tekjuáætlun fimm ára fjárhagsáætlunar verði styrkt með því að fjölga lóðum undir fjölbreyttar gerðir íbúðarhúsnæðis í borgarlandinu. Tilgangurinn er að auka tekjustreymi A-hluta borgarsjóðs en þó ekki síður að gefa borgarbúum áhugaverðara val á búsetukostum á hagstæðu verði. Borgarstjórn felur umhverfis- og skipulagssviði í samvinnu við umhverfis- og skipulagsráð að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagsáætlunum, eins og við á, sem vinna að þessu markmiði. Horft verði í fyrstu atrennu til fjölgunar lóða í Örfirisey, Úlfarsárdal, Kjalarnesi og Staðahverfi í Grafarvogi. 

    Tillögunni er vísað frá með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-13 Tillaga um fjölgun atvinnulóða fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi. Lagt er til að atvinnulóðum fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi verði fjölgað. Tilgangurinn er að auka tekjustreymi A-hluta borgarsjóðs til næstu ára. Á undanförnum árum hafa reykvísk fyrirtæki af margvíslegum toga ekki séð sér annað fært en að flytja starfsemi sína úr höfuðborginni. Kostir á uppbyggingu innan Reykjavíkur hafa verið takmarkaðir og fáar atvinnulóðir eru í boði. Markmið tillögunnar er því einnig að snúa þeirri þróun við. Hugað verði að skipulagi atvinnulóða við þróun allra borgarhverfa. Borgarstjórn feli umhverfis- og skipulagssviði í samvinnu við umhverfis- og skipulagsráð að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagsáætlunum, eins og við á, sem stefna að þessu markmiði. Fjárhagsáætlun verði breytt til samræmis verði tillagan samþykkt.

    Tillögunni er vísað frá með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-14 Tillaga um að Ljósleiðarinn ehf. verði seldur. Lagt er til að Ljósleiðarinn ehf. verði seldur að fullu í ljósi þess að sala á nettengingum er hvorki hluti af grunnrekstri Reykjavíkurborgar né hefðbundnum grunnrekstri Orkuveitunnar. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar, ásamt því að fjárfesta í innviðum.

    Fellt með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. 

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    D-15 Tillaga um að sala á Malbikunarstöðinni Höfða verði undirbúin. Lagt er til að hafinn verði undirbúningur á fyrirhugðu söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Styrkum stoðum verði rennt undir reksturinn á næstu árum svo fýsilegt verði að setja félagið í söluferli við lok kjörtímabils.

    Tillögunni er vísað frá með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-16 Tillaga um rekstrarútboð á bílastæðahúsum. Lagt er til að farið verði í rekstrarútboð á öllum þeim bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Áætlað er að húsin muni á næsta ári verða rekin með 152 milljóna króna tapi. Reksturinn verði boðinn út eigi síðar en 1. mars 2024. 

    Tillögunni er vísað frá með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    D-17 Tillaga u12m úttekt á breyttu rekstrarfyrirkomulagi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Lagt er til að ráðist verði í úttekt á núverandi rekstrarfyrirkomulagi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og möguleikar á rekstrarútboði í heild eða að hluta kannaðir. Áætlað er að tap af rekstri garðsins muni nema 462 milljónum á næsta ári. Verði úttektin framkvæmd með það að markmiði að draga úr meðgjöf borgarinnar til garðsins og leita leiða til sjálfbærni í rekstrinum án þess að það komi niður á þjónustu garðsins við fjölskyldur í borginni. Niðurstaða úttektarinnar liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2024. 

    Fellt með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins. 

    D-18 Tillaga um rekstrarútboð vegna starfsemi samskiptateymis. Lagt er til að samskiptateymi sem fer með upplýsingamál borgarinnar verði lagt niður en kostnaður við teymið er um 190 milljónir kr. á ári. Þess í stað verði reksturinn boðinn út eða gerðir rammasamningar við þar til bæra aðila með það að markmiði að hagræða og ná kostnaði niður í 60 milljónir kr. Sú hagræðing myndi skila borgarsjóði 130 milljóna kr. hagræðingu árlega. Kostnaðarstaður 01288 verði þannig lækkaður til samræmis og handbært fé hækkað um sömu fjárhæð. Á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara er rekin heil ritstjórn átta upplýsingafulltrúa sem samsvarar rekstri heillar ritstjórnar.

    Fellt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    J-3 Tillaga um áskorun á ríkið vegna útsvars á fjármagnstekjur. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að skora á ríkið um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur. Ríkisstjórnin hefur tilkynnt áform um að þeim sem hafa eingöngu fjármagnstekjur verði gert að greiða útsvar til sveitarfélaga. Reykjavíkurborg skorar hér með á ríkið að tryggja að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur líkt og á við um launatekjur að teknu tilliti til núgildandi frítekjumarka. 

    Samþykkt með 17 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    J-4 Tillaga um áskorun á ríkið vegna aðstöðugjalds. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að skora á ríkið að leggja aðstöðugjöld aftur á fyrirtæki. Aðstöðugjöld voru veigamikill hluti af tekjustofni sveitarfélaganna og má líta á sem nokkurs konar útsvar á fyrirtæki og eðlilegt er að þau greiði fyrir aðstöðu sína í borgarlandinu. Aðstöðugjaldið var veltutengdur skattur sem rann til sveitarfélaga. Nam hann 1,3% af veltu fyrirtækjanna.

    Fellt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins.

    J-5 Tillaga um að laun borgar- og 1. varaborgarfulltrúa taki ekki hækkunum árið 2024. Grunnlaun borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast í janúar og júlí ár hvert. Í ljósi efnahagsstöðunnar er lagt til að launin taki ekki hækkunum árið 2024. Sparnaðurinn fyrir árið 2024 er áætlaður 21 milljón.

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni. 

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    J-6 Tillaga um hækkun fjárhagsaðstoðar. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings, 18 ára eða eldri, sem rekur eigið heimili getur numið allt að 239.895 kr. á mánuði. Lagt er til að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar til framfærslu verði hækkuð og bundin við upphæð lágmarkstekna fyrir fullt starf, sem mun nema 402.235 krónum á mánuði 1. janúar 2024. Einnig er lagt til að fjárhagsaðstoðin þróist í takt við hækkun lágmarkstekna. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af handbæru fé.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    J-7 Tillaga um desemberuppbót til allra á fjárhagsaðstoð. Lagt er til að allir sem fá nú fjárhagsaðstoð fái desemberuppbót. Hingað til hefur það einungis náð til þeirra sem hafa fengið fulla fjárhagsaðstoð undangengna þrjá mánuði samfellt. Desemberuppbótin er núna 25% af grunnfjárhæð. Kostnaðaráhrif tillögunnar eru um 61 m.kr. og er lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um sömu fjárhæð. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    J-8 Tillaga um að senda rukkun á ríkið vegna greiðslu NPA samninga. 30 manneskjur eru með samþykktar umsóknir um nýja NPA samninga en eru á biðlista hjá borginni. Af þeim eru 24 umsóknir eftir nýjum NPA samningi og sex umsóknir eru vegna óska um endurskoðun/stækkun á virkum NPA samningi. Kostnaður á árinu 2024 vegna fjölgunar samninga nemur 276,5 m.kr. að teknu tilliti til 25% mótframlags frá ríki og tilfærslu fjárheimilda úr beingreiðslusamningum yfir í NPA. Lagt er til að Reykjavíkurborg leggi út fyrir kostnaði á þeirri þjónustu svo að manneskjurnar þurfi ekki að bíða til lengdar eftir réttindum og að borgin sendi svo rukkun á ríkið fyrir kostnaðarhlutdeild þeirra. Kostnaður vegna 30 NPA samninga sem eru á bið er metinn um 1.044 m.kr. miðað við kjarasamninga ársins 2023. Vegna kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga verði miðað við mótframlag frá ríki sem er 25%. Yrði þá mótframlag ríkis 261 m.kr. Kostnaðarforsendur biðlista taka mið af kjarasamningum 2023. Samanlagt myndi kostnaður Reykjavíkurborgar hækka um 783 m.kr. að teknu tilliti til hlutdeildar ríkisins,þ.e. ef 26 nýir NPA samningar yrðu samþykktir og auk þess fallist á endurskoðun/stækkun á þeim sex virku samningum sem óskað hafa eftir því.

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    J-9 Tillaga um innvistun allra máltíðaþjónustu í leik- og grunnskólum. Borgarstjórn samþykkir að innvista alla máltíðaþjónustu í leik- og grunnskólum borgarinnar og að draga til baka alla útvistun sem hefur átt sér stað á þeirri þjónustu. Starfsfólk verði beinráðið af borginni til að matreiða máltíðir fyrir börnin. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að leiða þessa vinnu með skóla- og frístundasviði og öðrum innan borgarinnar eftir því sem við á.

    Fellt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna. 

    Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir og borgarfulltrúi Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    J-10 Tillaga um að nýta eiginfjárstöðu Félagsbústaða til að útvega fleiri íbúðir og bæta stöðu leigjenda. Lagt er til að Félagsbústaðir nýti eiginfjárstöðu sína til kaupa eða bygginga á fleiri íbúðum í gegnum lántöku. Unnið verði út frá því að eiginfjárhlutfallið verði að lágmarki 30%. Eigið fé umfram þessi 30% mörk getur staðið undir kaupum eða byggingu íbúða fyrir vel yfir 100 milljarða króna. Með því afli væri hægt að kaupa eða byggja um 3.000 íbúðir. Eigið fé Félagsbústaða er áætlað 87.716 m.kr. í árslok 2024 og skuldir og skuldbindingar 80.772 m.kr. og eiginfjárhlutfall því 52,1%. Áætlað er að eignir verði 168.488 m.kr. árið 2024. Fjármála- og áhættustýringarsviði í samvinnu við Félagsbústaði verði falið að útfæra efni þessarar tillögu. Mikil þörf er á því að útrýma biðlistum eftir félagslegu húsnæði og stækka eignasafn Félagsbústaða til handa þeim sem eru í þörf. Markmiðið verði sett á uppbyggingu eða kaup a.m.k. 1.500 íbúða á árunum 2024-2028 í stað þeirra 484 íbúða sem gert er ráð fyrir að komi í eignasafn Félagsbústaða á árunum 2024-2028. Einnig er lagt til að þessi staða verði notuð til þess að lækka leiguverð á íbúðum Félagsbústaða. Slík útfærsla verði unnin á vettvangi velferðarráðs, í samvinnu við Félag leigjenda og Félagsbústaði og komi til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar.

    Fellt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    F-5 Tillaga um hækkun viðhaldskostnaðar til skólabygginga og annarra bygginga þar sem börn stunda nám eða tómstundir. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að hækka enn frekar viðhaldskostnað til skólabygginga og annarra bygginga þar sem börn stunda nám eða tómstundir. Á móti kæmi að stór og fjárfrek verkefni bíði að minnsta kosti um tvö ár og er þá átt við verkefni eða uppbyggingu sem lúta að öðru en íbúðauppbyggingu, s.s. Grófarhús, Hlemm og önnur sambærileg verkefni sem nú hafa verið sett af stað ýmist í hönnun eða framkvæmd. 

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    F-6 Tillaga um aukið fjármagn til námskeiða fyrir börn og foreldra. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að auka framboð námskeiða í PMTO foreldrafærni (Parent Management Training) og fjölmargra annarra námskeið sem staðfest hefur verið að eru að gagnast börnum og foreldrum með ómetanlegum hætti. Lagðar verði 14 m.kr. til verkefnisins. Útgjaldaaukning verði tekinn af liðnum ófyrirséð. 

    Greinargerð fylgir breytingartillögunni. 

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og og Flokks fólksins. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-7 Tillaga um að fjölga fagfólki með sérmenntun í sálfræði og félagslegri þjónustu við börn Lagt er til að borgarstjórn samþykki að auglýsa eftir fagfólki með sérmenntun í sálfræði- og félagslegri þjónustu við börn með það að markmiði að ganga á biðlista barna sem bíða eftir viðtölum.

    Greinargerð fylgir breytingartillögunni. 

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og og Flokks fólksins. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-8 Tillaga um úrbætur á aðgengi í skólum Reykjavíkurborgar. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að leysa þann aðgengisvanda sem er til staðar í sumum skólum borgarinnar með því að flytja fjármagn frá verkefnum eins og þrengingu gatna og hönnun á Lækjartorgi og það fjármagn nýtt til að bæta aðgengi fyrir fötluð börn að skólum og öðrum samkomustöðum barna. 

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni. 

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    F-9 Tillaga um sálfræðilegt meðferðarúrræði fyrir eldra fólk. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að stofna sálfélagslegt meðferðarúrræði fyrir eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í heimahúsi. Ávinningur er mikill, fyrst og fremst til að draga úr einmanaleika þessa hóps og einnig til að fyrirbyggja og draga úr notkun geðlyfja. Kostnaður er áætlaður 14 m.kr. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. Greinargerð fylgir breytingatillögunni.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-10 Tillaga um fjölgun þjónustuþátta aldraðra sem búa einir heima. Lagt er til að þjónustuþáttum við eldri borgara í heimahúsi verði fjölgað og sumir sem fyrir eru verði bættir. Hér má t.d. nefna að flokka sorp og koma því út úr húsi, hengja upp þvott og skipta á rúmi. Til að geta verið sem lengst heima þarf að veita meiri einstaklingsbundna aðstoð, t.d. aðstoð við að fara út úr húsi, komast sem snöggvast undir bert loft og heim aftur. Varið verði 7 m.kr. til verkefnisins. Útgjaldauki verið fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 

    Greinargerð fylgir breytingartillögunni.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-11 Tillaga um skipulagsbreytingar og frekari niðurskurð hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og í miðlægri stjórnsýslu. Lagt er til að borgarstjórn samþykki kerfisbundinn niðurskurð á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og í annarri stjórnsýslu borgarinnar þar sem flestar ráðningar hafa átt sér stað og mesta þenslan er. Lagt er til að hagræðingarkrafa verði hækkuð á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara upp í 2%, ráðningarbann verði á skrifstofunni í að minnsta kosti tvö ár og að verkefni og undirskrifstofur verði sameinuð eins og þess er nokkur kostur. Áætlað er að sparnaður vegna aðgerðarinnar nemi 5,1 m.kr. Sparnaður verði færður á liðinn ófyrirséð.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. 

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    F-12 Tillaga um lækkun útgjalda vegna leigubílaferða. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að takmarka notkun leigubíla fyrir starfsfólk borgarinnar þannig að þeir verði eingöngu notaðir í undantekningatilfellum. Leigubílanotkun er afar misjöfn eftir sviðum. Ef tekið er árið 2020 (fyrir COVID) er velferðarsvið hástökkvari í leigubílanotkun með 35.171.154 kr. Ef horft er til 2020 má draga þá ályktun að velferðarsvið hlýtur að verða að fara að skoða hvort ekki sé hægt að taka færri leigubíla. Finna þarf aðrar leiðir til að koma starfsfólki milli staða í þeim tilfellum sem þess þarf, öðruvísi en að notast við rándýran ferðamáta eins og leigubíla. Skoða má að fjölga deilibílum. Ekki liggur fyrir hver leigubílakostnaður var árið 2022. 

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-13 Tillaga um að lækka kostnað vegna utanlandsferða. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að lækka áætlaðan kostnað vegna utanlandsferða og að öll svið og ráð stilli ferðum erlendis í hóf næsta ár vegna fjárhagsstöðu borgarinnar. Utanlandsferðir verði aðeins í undantekningartilvikum þar til borgin fer að sýna betri fjárhagslega afkomu, þ.e. þegar áætlanir eru farnar að standast. 

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    F-14 Tillaga um flutning skólasálfræðinga á skóla- og frístundasvið. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að flytja málefni skólasálfræðinga frá velferðarsviði á skóla- og frístundasvið. Það skýtur skökku við að skólasálfræðingar heyri undir velferðarsvið en ekki skóla- og frístundasvið. Með þessari hagræðingu næðist betra skipulag og líkur myndu aukast á að skólasálfræðingar væru staðsettir þar sem þeim ber, þ.e. í skólum borgarinnar. 

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-15 Tillaga um tilraunaverkefni á útboði sorphirðu í einu póstnúmeri. Lagt er til að borgarstjórn samþykki útboð á sorphirðu í einu póstnúmeri innan Reykjavíkur ásamt því að kanna hagkvæmni á útboði vegna þjónustu við djúpgáma. Greinargerð fylgir breytingatillögunni.

    Fellt með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. 

    F-16 Tillaga um úttekt á búsetuhögum og búsetuúrræðum öryrkja í Reykjavík. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að láta framkvæma úttekt á búsetuhögum og búsetuúrræðum öryrkja í Reykjavík með áherslu á þá aðila sem eru á leigumarkaði með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir ÖBÍ. 

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni. 

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-17 Tillaga um breytt fyrirkomulag lóðaúthlutana. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að auka valmöguleika á úthlutun lóða í Reykjavík þannig að félögum, hópum og jafnvel einstaklingum verði gert fært að sækja um byggingarhæfa lóð í Reykjavík á föstu verði. Eins og staðan er í dag er lóðum eingöngu úthlutað að undangengnu útboði en það er of takmarkað og útilokar þar með smærri hópa eða einstaklinga sem tilbúnir eru til að byggja hús. 

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.

    Vísað frá með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-18 Tillaga um breytingar á launum formanna íbúaráða. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að gera breytingar á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg þannig að laun formanna verði lækkuð til jafns við laun annarra í íbúaráðunum. Laun fulltrúa í íbúaráðum eru í dag kr. 74.080 á mánuði og fær formaður tvöfalda þá upphæð eða 148.160. Þetta eru fjárhæðir án launatengdra gjalda. Ekki er greitt fyrir hvern fund heldur eru fulltrúar á föstum launum allt árið. Áætlað er að sparnaður vegna aðgerðarinnar nemi 9,6 m.kr. Sparnaður verði færður á liðinn ófyrirséð. 

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-19 Tillaga um að hraða úrbótum á biðstöðvum Strætó. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að hækka fjárheimildir framlaga til Strætó bs. til að hraða endurgerð og lagfæringum biðstöðva og svo unnt verði að bæta við að minnsta kosti 50 biðstöðvum umfram það sem áætlað er. Fjármagn verði flutt frá verkefnum eins og þrengingu gatna og endurgerð á Lækjartorgi/Kirkjustræti. 

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    F-20 Tillaga um breytingar á skipulagi þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að gera svohljóðandi breytingar á skipulagi þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar: Nafni sviðsins verði breytt í upplýsingatæknisvið Reykjavíkurborgar sem skiptist í eftirfarandi starfseiningar: Skrifstofa sviðsstjóra: Ber ábyrgð á fjármálum, áætlanagerð, mannauðs- og persónuverndarmálum og því að markmiðum sviðsins sé náð. Verkefnastýring og þróun: Umsjón með stafrænni umbreytingu, ráðgjöf og eftirfylgni. Skrifstofa upplýsingaþjónustu: Þjónustuver Reykjavíkurborgar ásamt einni rafrænni þjónustumiðstöð sem heldur utan um rafrænar umsóknir fyrir öll svið og skrifstofur borgarinnar. Rafræn þjónustumiðstöð hefur umsjón með öllum vefjum Reykjavíkurborgar. Skrifstofa gagnaþjónustu: Ber ábyrgð á allri gagnavinnslu og gagnamiðlun Reykjavíkurborgar. Tækniþjónusta: Tækniborð, tækjaumsjón og kerfisrekstur. Umsjón með rekstri stjórnsýsluhúsa. 

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-21 Tillaga um aukið samstarf við Ísland.is. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að þjónustu- og nýsköpunarsvið óski eftir samstarfi við Stafrænt Ísland um allar þær kjarnavörur sem standa til boða hjá Ísland.is og henta Reykjavíkurborg. Þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur einungis innleitt þrjár kjarnavörur Ísland.is sem eru stafrænt pósthólf, innskráning fyrir alla og straumurinn. Fleiri lausnir standa til boða og hafa önnur fyrirtæki og sveitarfélög gengið í hlutfallslega mun meira samstarf við Stafrænt Ísland en borgin. Hagræðing og ávinningur yrði af þessari samvinnu og því skynsamlegt að þjónustu- og nýsköpunarsvið innleiði eins margar vörur frá Ísland.is og kostur er. 

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-22 Tillaga um hækkun grunnfjárhæða fjárhagsaðstoðar. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar til framfærslu hækki sem hér segir: Grunnfjárhæð fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækki úr 228.689 kr. á mánuði í 257.046 kr. Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækki úr 365.902 kr. í 411.273 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði hækki úr 192.682 kr. í 216.574 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækki úr 114.345 kr. í 128.524 kr. á mánuði. Fjárhæð vegna barna í 16. gr. a hækki úr 18.355 kr. í 20.631 kr. á mánuði. Breyting þessi taki gildi frá og með 1. janúar 2024. Áætlað er að aukinn kostnaður við breytinguna nemi um 227 m.kr. á ári. Útgjaldaauki verið fjármangaður af liðnum ófyrirséð.

    Greinargerð fylgir breytingatillögunni.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    F-23 Tillaga um Vin dagsetur. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að halda áfram rekstri Vinjar dagseturs í óbreyttri mynd en samkvæmt þjónustusamningi er áætlaður kostnaður við rekstur Vinjar kr. 46 m.kr. á ári. Útgjaldaauki verið fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. Greinargerð fylgir breytingatillögunni. 

    Vísað frá með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    V-1 Tillaga um fjölgun nemenda í skólahljómsveitum. Lagt er til að fjárheimild skóla- og frístundasviðs verði hækkuð um 30 milljónir svo unnt sé að fjölga nemendum við skólahljómsveitir Reykjavíkur og losa um biðlista. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    V-2 Tillaga um að endurvekja viðbótarbókakaup. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 10.000 þ.kr. og viðbótarbókakaup skólabókasafnanna verði endurvakin. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.  

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    V-3 Tillaga um nýjan styrkjapott fyrir grunnskóla. Lagt er til að fjárheimild skóla- og frístundasviðs verði hækkuð um 15 milljónir sem fara í nýjan styrkjapott fyrir grunnskólana svo þeir geti sótt fleiri viðburði í listar- og menningarstarfi, hlýtt á tónlistarflutning og fyrirlestra eða annað sem samræmist markmiðum aðalnámskrár. Útfærsla og reglur styrkjapotts verði lögð fram í skóla- og frístundaráði eigi síðar en 1. febrúar 2024. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    V-4 Tillaga að breytingu á íbúaráðum. Lagt er til að leggja niður íbúaráðin í þeirri mynd sem þau eru í dag, fela mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði verkefni þeirra og í framhaldinu finna betri leiðir til að auka og efla lýðræðislega aðkomu og þátttöku borgarbúa í verkefnum og viðfangsefnum borgarinnar. Gera má ráð fyrir sparnaði sem nemur 68.300 þ.kr. á ársgrundvelli sem flyst yfir á handbært fé.

    Fellt með þrettán atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    V-5 Tillaga að breytingu á gjaldskyldusvæðis bílastæðasjóðs. Lagt er til að gjaldskyldusvæði bílastæðasjóðs verði komið á í öllu borgarlandinu.

    Fellt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    V-6 Tillaga að breytingu á stafrænu ráði. Lagt er til að stafrænt ráð verði lagt niður og verkefni þess færð undir borgarráð.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn átta atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    V-7 Tillaga að breytingu á fundarkostnaði/launagreiðslum varamanna í ráðum og nefndum. Lagt er til að fundarkostnaður/launagreiðslur varamanna í ráðum og nefndum verði afnuminn.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    V-8 Tillaga að breytingu á fjárframlögum stjórnmálaflokka. Lagt er til að færa niður viðmiðunarupphæð að fjárframlögum til stjórnmálaflokka úr 24.026 þ.kr. í 1 m.kr.

    Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 með áorðnum breytingum.

    MYND AF ATKVÆÐAGREIÐSLUSKRÁ

    Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 með áorðnum breytingum er samþykkt.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2024 gerir ráð fyrir batnandi afkomu A- og B-hluta og að rekstrarniðurstaða A-hluta verði jákvæð. Aðgerðir í fjármálum borgarinnar og hagræðing hefur skilað betri árangri en áætlanir gerðu ráð fyrir á yfirstandandi ári. Veltufé frá rekstri er orðið jákvætt og fer hækkandi. Hlutfall launa miðað við tekjur fer lækkandi, hraðar en gert var ráð fyrir. Með lækkun fjárfestinga er einnig dregið úr lánsfjárþörf í erfiðu vaxta- og verðbólguumhverfi. Þennan árangur má þakka samstilltu átaki starfsfólks og stjórnenda hjá borginni og fyrirtækjum borgarinnar. Áfram er unnið á sama grunni og stefnt að því að vöxtur í tekjum og aðhald í útgjöldum einkenni áætlun borgarinnar á næsta ári. Fullfjármögnun málaflokks fatlaðs fólks er lykilatriði til að tryggja fjárhagslega sjálfbærni í fjármálum borgarinnar til framtíðar. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um áfanga í að bæta þar úr sem er jákvætt en um leið ítrekar meirihluti borgarstjórnar nauðsyn þess að Alþingi tryggi að sú þjónusta sem sveitarfélögum er falið að veita í lögum sé fullfjármögnuð. Framundan eru einnig mikilvægir kjarasamningar. Meirihluti borgarstjórnar lýsir eindregnum vilja til þess að taka þátt í breiðu samtali í aðdraganda þeirra svo tryggja megi lífskjör almennings og ná niður verðbólgu og háu vaxtastigi.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samkvæmt útkomuspá fyrir árið 2023 mun samstæða Reykjavíkurborgar skila neikvæðri niðurstöðu sem nemur 4,4 milljörðum króna, en það er 12,5 milljarða neikvæð sveifla frá áætlun. Samhliða aukast skuldir samstæðunnar um 44 milljarða milli ára. Rekstur borgarsjóðs er jafnframt neikvæður sem nemur 4,8 milljörðum og skuldir aukast um 25 milljarða. Blikur eru á lofti í rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar en væntanlega verður borgin rekin með halla á árinu 2024. Til að forða því samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun verður að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða króna hið minnsta. Jafnframt er gert ráð fyrir að heildarskuldir borgarinnar muni aukast um 69 milljarða á árunum 2023 og 2024. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir verulegum áhyggjum af slælegum rekstri borgarinnar og telja löngu tímabært að bregðast við. Fulltrúarnir hafa lagt fram 18 breytingatillögur sem miða að því að hagræða í rekstrinum. Telja fulltrúarnir nauðsynlegt að ráðist verði í stjórnkerfisúttekt á borgarkerfinu og að tekið verði upp ráðningabann í miðlægri stjórnsýslu. Jafnframt er lagt til að ráðast verði í frekari rekstrarútboð, að fjölga lóðaúthlutunum og að ráðist verði í sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða og Ljósleiðarans. Með aðgerðum Sjálfstæðisflokks mætti ná fram sjálfbærum rekstri borgarinnar strax á næsta ári, óháð sölu Perlunnar. Með lóða- og eignasölu mætti jafnframt afla borginni tugi milljarða króna sem verja mætti til niðurgreiðslu skulda og nauðsynlegra innviðafjárfestinga.

    Bókun vegna breytingatillagna: Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við allar breytingatillögur meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, enda áttu fulltrúar minnihlutans ekki aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar þrátt fyrir loforð þess efnis. Breytingatillögurnar snúa vissulega sumar að mikilvægum málaflokkum en borgarfulltrúarnir myndu vilja útfæra margar þeirra með öðrum hætti.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skoða þarf launabil innan borgarinnar, þannig að eðlilegt samband sé á milli launa þeirra sem starfa á skrifstofum og þeirra í framlínu, ýmsar tillögur hafa verið samþykktar um fjölgun stöðugilda sem eru góð en launin eru há í samanburði við önnur laun. Sósíalistar lögðu til að grunnlaun borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa tækju ekki hækkunum á næsta ári og við það hefði mátt spara um 21 milljón króna. Á meðan laun borgarfulltrúa taka sjálfkrafa hækkunum tvisvar á ári þá þurfa aðrir hópar að hafa mikið fyrir eðlilegum kjarabótum. Nauðsynlegt er að hækka skammarlega lága upphæð fjárhagsaðstoðar líkt og Sósíalistar lögðu til, þá er mikilvægt að öll sem hljóta fjárhagsaðstoð fái desemberuppbót, í stað eingöngu þeirra sem hafa notið fullrar fjárhagsaðstoðar í þrjá mánuði. Tryggja þarf grunnþarfir en 30 manneskjur eru með samþykktar umsóknir um nýja NPA samninga en eru á biðlista hjá borginni, þar af eru 24 umsóknir eftir nýjum NPA samningi og sex umsóknir vegna óska um endurskoðun/stækkun á virkum NPA samningi. Lagt var til að borgin legði út fyrir þeim kostnaði og sendi svo rukkun á ríkið fyrir þeirra kostnaðarhlutdeild svo að enginn þurfi að bíða til lengdar.

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Rekstur A-hluta Reykjavíkurborgar hefur verið í járnum. Árlega hefur hluti rekstrarútgjalda borgarsjóðs, fjárfestingar og afborganir lána verið fjármagnaðar með lántökum. Langt er enn í land með að fjárhagsstaða borgarinnar verði ásættanleg. Nánast allri skuldinni er skellt á málefni fatlaðs fólks. Rétt er að batamerki eru í bókhaldi borgarinnar en ástæðan fyrir því eru auknar tekjur sem m.a. má rekja til gjaldskrárhækkana. Hver einasta gjaldskrá hefur hækkað auk skatttekna. Allt fer þetta beint út í verðlagið og eykur verðbólgu. Tugir tillagna voru lagðar fram af meirihlutanum í fyrra, sumar sem skertu þjónustu við börn og viðkvæma hópa. Áfram er þensla, áfram er haldið með fjárfrek verkefni sem ekkert hafa að gera með þjónustu við borgarbúa. Áfram er verið að fjölga stöðugildum á sumum sviðum og stórar fjárhæðir fara í að greiða fyrir mistök af ýmsu tagi, útboðsmistök. Microsoft leyfi kostaði sem dæmi 27 milljónum meira milli ára. Hækka þarf fjárheimildir um 27.672 þ.kr. vegna breytinga leyfanna. Þessu fylgja engar skýringar. Flokkur fólksins leggur fram 19 breytingatillögur og hefur áður lagt fram fjórar breytingatillögur vegna tekjuöflunar. Meðal þeirra er tillaga um hækkun grunnfjárhæða fjárhagsaðstoðar og skal uppfærslan miða við prósentuhækkun matarkörfunnar. Sárafátækt hefur aukist í Reykjavík og einnig almennur ójöfnuður.

    Borgarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Jákvæður viðsnúningur hefur orðið í íslensku efnahagslífi á þeim skamma tíma sem liðinn er frá COVID-faraldrinum, þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður m.a. vegna stríðsátaka og náttúruvár. Kröftugur hagvöxtur og hátt atvinnustig styrkja tekjur bæði ríkis og sveitarfélaga. Fyrir vikið er mun bjartara yfir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 en var fyrir ári síðan. Vöxturinn er þó ekki án vandkvæða og brýst meðal annars fram í verðbólgu sem aftur leiðir til hærri vaxta. Hvort tveggja er þungbært fyrir efnahag einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera. Baráttan gegn verðbólgunni er brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna. Sú barátta krefst þess að við leggjumst öll á árarnar. Það eru því mikil vonbrigði að Reykjavíkurborg kjósi að skila auðu og skjóta sér undan ábyrgð með því að velta gjaldskrárhækkunum út í verðlagið með tilheyrandi afleiðingum. Það eru kaldar kveðjur til vinnandi fólks, jafnt sem fyrirtækjanna í landinu. Vinstri græn hvetja til þess að gjaldskrárhækkanir borgarinnar verði afturkallaðar, einkum þær sem snúa að félagsmálum og skólamálum. Vinstri græn minna á þá stefnu sína að menntun skuli vera gjaldfrjáls. Fjárhagsáætlun sú sem meirihlutinn kynnti til sögunnar er metnaðarlaus á sviði menntamála og umhverfismála, þeim tveimur málaflokkum sem mestu máli skipta fyrir framtíðina. Það er dapurleg staðreynd.

    Bókun vegna breytingatillagna Sjálfstæðisflokksins sem vísað var frá: Betra hefði verið að ná fram skýrum línum flokkanna í þessum málum og því greiddi borgarfulltrúi Vinstri grænna atkvæði gegn því að vísa tillögunum frá. Hefðu þær verið teknar fyrir í kosningu hefði borgarfulltrú Vinstri grænna greitt atkvæði gegn þeim.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram til síðari umræðu frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2024-2028, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 7. nóvember 2023. FAS23010019

    Samþykkt. 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistar leggja áherslu á að tryggja grunnþætti þjónustu borgarinnar og lögðu fram tvær tillögur vegna eflingar tekjustofna til framtíðar til að mæta því; áskorun til ríkis um að kalla eftir aðstöðugjöldum á fyrirtæki sem og að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur sem lyti eðlilegu frítekjumarki. Sósíalistar tala fyrir því að horfið verði af braut útvistunar í matarþjónustu skóla og tekin stefna um að vinda ofan af því sem útvistað hefur verið af láglaunastörfum og hefur leitt af sér lífsgæðahrun meðal ræstingafólks og mun hafa sömu afleiðingar á önnur störf verkafólks ef áfram verður haldið á braut útvistunar. Fjárhagsáætlun gerir ekki ráð fyrir því að vinna gegn ójöfnuði, fátækt og húsnæðiskrísu. Á meðan 1.005 manns bíða eftir húsnæði hjá borginni er einungis gert ráð fyrir því að fjölga íbúðum innan Félagsbústaða um 484 á næstu fimm árum. Áætlað er að eiginfjárhlutfall Félagsbústaða verði 52,1% í árslok 2024. Sósíalistar lögðu til að þessi sterka eiginfjárstaða verði nýtt til kaupa eða uppbyggingar á fleiri íbúðum.

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ef horft er til fimm ára áætlunar Reykjavíkurborgar eru þess vænst að batahorfur aukist enn frekar. Stærsta áskorunin hlýtur að vera að byggja húsnæði fyrir fólk, ekki fyrir ferðamenn. Einnig að spyrna fótum við vaxandi fátækt og ójöfnuði og aukinni vanlíðan barna sem bíða hundruðum saman eftir sálfræðilegri aðstoð. Meirihlutinn verður að axla ábyrgð en ekki varpa sökinni annað, s.s. á erfiðleika við að ná samningum við ríkið. Batahorfur rétt lafa, ekki þarf mikið til að allt fari á heljarþröm. Það sést t.d. á því að veltufjárhlutfall A-hluta borgarsjóðs fer lækkandi á tímabilinu og er komið niður undir 0,8. Það er varhugaverð þróun sem nauðsynlegt er að bregðast við tímanlega. Veltufjárhlutfall undir einum eykur líkur á að kostnaður vegna dráttarvaxta fari vaxandi. Það mun þó taka lengstan tíma að koma mikilvægasta atriðinu í fjármálastefnu borgarinnar í ásættanlegt horf, veltufé frá rekstri. Það þarf að styrkja þróun veltufjár frá rekstri í A-hluta borgarsjóðs. Aukin hagræðing í rekstri og meiri skilvirkni er aðalatriðið. Auk húsnæðisvanda eru samgöngumál erfið. Þjónusta hefur verið skert hjá strætó en strætó er eini valkostur almenningssamgangna næstu árin og áfram er spáð mikilli fólksfjölgun.

    Fylgigögn

  3. Lagt er til að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir taki sæti í borgarráði í stað Pawels Bartoszek. Jafnfram er lagt til að Pawel Bartoszek taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Jóhönnu Dýrunnar Jónsdóttur. Jafnframt er lagt til að Andrea Jóhanna Helgadóttir taki sæti sem vara maður í borgarráði í stað Trausta Breiðfjörð Magnússonar

    Samþykkt. 

  4. Lagt er til að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir taki sæti sem varamaður í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði í stað Jóhönnu Dýrunnar Jónsdóttur.

    Samþykkt. 

  5. Lagt er til að Pawel Bartoszek og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir taki sæti í umhverfis- og skipulagsráði í stað Jóhönnu Dýrunnar Jónsdóttur og Trausta Breiðfjörð Magnússonar. Jafnframt er lagt til að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Pawels Bartoszek.

    Samþykkt. 

  6. Lagt er til að Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Andrea Jóhanna Helgadóttir taki sæti sem varamaður í forsætisnefnd í stað Pawels Bartoszek og Trausta Breiðfjörð Magnússonar. 

    Samþykkt. 

  7. Samþykkt að taka kosningu í skóla- og frístundaráð á dagskrá.

    Lagt er til að Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir taki sæti í skóla- og frístundaráði í stað Trausta Breiðfjörð Magnússonar.

    Samþykkt. 

  8. Samþykkt að taka kosningu í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð á dagskrá.

    Lagt til að Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir taki sæti í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði í stað Trausta Breiðfjörð Magnússonar. Jafnframt er lagt til að Andrea Jóhanna Helgadóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Ástu Þórdísar.

    Samþykkt.

  9. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 23. og 30. nóvember.

    5. liður fundargerðarinnar frá 30. nóvember; samningur við Stofnun stjórnsýslufræða, er samþykktur með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 30 nóvember: 

    Fyrirhuguð brú yfir Fossvog mun hafa takmarkaðan almennan tilgang fyrir Reykvíkinga en hins vegar er ljóst að hún verður skattgreiðendum dýr. Ekki eru rök fyrir því að forgangsraða með þessum hætti og ljóst að mörg önnur samgönguverkefni eru brýnni. Brúin mun hafa neikvæð áhrif á siglingastarfsemi í Fossvogi, sem er mikil og hefur farið vaxandi. Gagnrýni hefur komið fram á hönnun brúarinnar og ekki hefur fengist skýring á því af hverju horfið hefur verið frá því að hafa hana úr ryðfríu stáli, sem áður var talið nauðsynlegt. 

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. og 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. nóvember: 

    2. liður: Deiliskipulagsbreyting Fossvogsbrúar hefur verið samþykkt af meirihluta borgarstjórnar. Þessu máli hefði átt að fresta og fjalla um ábendingar með málefnalegum hætti. Það var ekki fyrr en í ágúst 2023 að opnað var fyrir athugasemdir frá almenningi með formlegum hætti. Örskömmu síðar er deiliskipulagsbreytingin samþykkt og nú er ekki aftur snúið. Þegar fólki var boðið að senda inn athugasemdir var hönnun brúarinnar að mestu lokið og það í trássi við gildandi deiliskipulag. Ef um alvöru samráð hefði verið að ræða hefði átt að auglýsa eftir athugasemdum strax og farið var að hanna vinningstillöguna. Bent hefur verið á að galli sé í hönnun. Gönguleiðin ætti að vera vestanmegin og hjólaleiðin austanmegin. Venjulega eru göngustígar sjávarsíðumegin. Brúin býður upp á áningu. Þegar sólin fer að skína á vesturhlið brúarinnar milli kl. 13:00 og 14:00 myndast skuggar frá handriðum inn á brúna göngustígsmegin og skerðir útsýni og upplifun. Það er miður að ekki eigi að leiðrétta þetta í svo fjárfreku mannvirki. 14. liður: Flokkur fólksins benti á að greinargerð þjónustu- og nýsköpunarsviðs með fjárhagsáætlun Reykjavíkur var byggð á úreltum upplýsingum. Það sætir furðu að rangar upplýsingar voru lagðar fyrir kjörna fulltrúa með samþykki fjármála- og áhættustýringarsviðs og endurskoðenda. Hvernig má það vera að slík vinnubrögð eru viðhöfð?

    Fylgigögn

  10. Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 1. desember, mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 23. nóvember, menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 24. nóvember, skóla- og frístundaráðs frá 27. nóvember, stafræns ráðs frá 22. nóvember nr. 27 og nr. 28, umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. og 29. nóvember og velferðarráðs frá 22. nóvember.

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. og 9. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 24. nóvember: 

    7. liður: Fulltrúi Flokks fólksins lagði til breytingar á reglum um frístundakort þannig að kortið yrði ekki nýtt til að greiða frístundaheimili heldur bjóðist foreldrum að fá sérstakan styrk og þannig gæti barnið nýtt kortið í tómstundir að eigin vali. Hér er ekki aðeins verið að tala um foreldra sem eru á fjárhagsaðstoð. Tillagan var felld með eftirfarandi skýringu: Hugmyndin með kortinu er að efla frístundaþátttöku barna. Þetta svar er útúrsnúningur. Börn eiga ekki að þurfa að líða fyrir fátækt foreldra sinna. Það á að geta verið bæði á frístundaheimili og nýtt kortið í tómstund. 9. liður: Flokkur fólksins óskaði eftir að fá samanburð á fjármögnunarsamningum íþróttahúsa borgarinnar og sérstaklega um aðgengi félaga sem nota Laugardalshöllina. Í svari er skautað yfir heildarmyndina og aðalatriðum sleppt. Körfuknattleiksdeild Ármanns hefur ekki boðlega aðstöðu til æfinga nema í Laugardalshöll. Takmarkað aðgengi að Laugardalshöll kemur að sama skapi niður á blak- og handboltadeildum Þróttar. Ef horft er yfir skólaárið verða börnin í hverfinu af 40-45% af æfingum vegna forgangs sérsambanda og Íþrótta- og sýningarhallarinnar. Þau íþróttahús sem eiga að nýtast í staðinn eru annað hvort alltof lítil eða utan hverfis. Jafnræðis er því engan veginn gætt.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 00:58

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarstjórnar 05.12.2023 - Prentvæn útgáfa