Borgarstjórn - Borgarstjórn og Reykjavíkurráð ungmenna 28. febrúar 2017

Borgarstjórn

Fundur borgarstjórnar og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna

Ár 2017, þriðjudaginn 28. febrúar, var haldinn fundur borgarstjórnar og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.05. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Sigurður Björn Blöndal, Heiða Björg Hilmisdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir. Jafnframt voru komnir til fundar eftirtaldir fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna: Elínborg Una Einarsdóttir, Regína Gréta Pálsdóttir, Sigríður Halla Eiríksdóttir, Alex Snær Baldursson, Embla Ýr Indriðadóttir, Arndís María Ólafsdóttir, Sindri Smárason, Helena Sif Gunnarsdóttir og Karitas Bjarkadóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svohljóðandi tillaga Elínborgar Unu Einarsdóttur frá ungmennaráði Breiðholts:

Lagt er til að skóla- og frístundasvið Reykjavíkur úthluti árlegum styrk frá og með næsta fjárhagsári til allra ungmennaráða sem nýtist ungmennum á einn eða annan hátt í viðkomandi hverfi.

Greinargerð fylgir tillögunni. R17030001

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundasviðs.

2. Lögð fram svohljóðandi tillaga Regínu Grétu Pálsdóttur frá ungmennaráði Kjalarness.

Lagt er til að Reykjavíkurborg yfirfari fyrir árslok 2017 verklag vegna móttöku flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd, auki fræðslu um málefni þessara hópa og skilgreini og tryggi flóttamönnum og umsækjendum um alþjóðlega vernd aðgengi að nauðsynlegri þjónustu.

Greinargerð fylgir tillögunni. R17030002

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga Sigríðar Höllu Eiríksdóttur frá ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða:

Lagt er til að skóla- og frístundasvið leggi fram tillögur fyrir árslok 2017 um hvernig unglingar geti komið að og verið ráðgefandi við ráðningar hlutastarfsmanna í félagsmiðstöðvum borgarinnar

Greinargerð fylgir tillögunni.  R17030004

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundasviðs.

4. Lögð fram svohljóðandi tillaga Alex Snæs Baldurssonar frá ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða:

Lagt er til að Reykjavíkurborg gæti jafnræðis hvað varðar opnunartíma félagsmiðstöðva í borginni og að lágmarki verði opið þrjú kvöld í viku í öllum félagsmiðstöðvum frá og með hausti 2017.

Greinargerð fylgir tillögunni. R17030003

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundasviðs sem skal hafa samráð við Reykjavíkurráðið við vinnslu tillögunnar.

5. Lögð fram svohljóðandi tillaga Emblu Ýr Indriðadóttur frá ungmennaráði Miðborgar og Hlíða:

Lagt er til að skóla- og frístundasvið Reykjavíkur auki og bæti hinsegin fræðslu í grunnskólum ekki seinna en á skólaárinu 2017-2018.

Greinargerð fylgir tillögunni. R17030005

Samþykkt.

Vísað til skóla- og frístundasviðs.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga Arndísar Maríu Ólafsdóttur frá ungmennaráði Vesturbæjar:

Lagt er til að skóla- og frístundasvið Reykjavíkur sjái til þess að mötuneyti grunnskólanna auki úrval grænmetis og vegan valkosta og tryggi að innihaldslýsing matvæla sé aðgengileg nemendum og foreldrum ekki síðar en á skólaárinu 2017-2018.

Greinargerð fylgir tillögunni.  R17030006

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar hjá starfshópi um matarstefnu.

- Kl. 16.36 víkur Alex Snær Baldursson af fundinum.

- Kl. 16.53 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundinum og Jóna Björg Sætran tekur þar sæti.

7. Lögð fram svohljóðandi tillaga Sindra Smárasonar frá ungmennaráði Árbæjar og Holta:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að nýta hluta af fjárveitingum Reykjavíkurborgar til Strætó bs til að niðurgreiða strætókort fyrir börn og bjóði upp á þann valmöguleika fyrir árið 2018.

Greinargerð fylgir tillögunni. R17030007

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundasviðs.

8. Lögð fram svohljóðandi tillaga Helenu Sifjar Gunnarsdóttur frá ungmennaráði Árbæjar og Holta:

Lagt er til að Reykjavíkurborg standi fyrir reglulegum opnum fundum með ungmennaráðum borgarinnar og stjórn Strætó bs og verði fyrsti fundur á haustönn 2017.

Greinargerð fylgir tillögunni.  R17030008

Samþykkt.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga Karitasar Bjarkadóttur frá ungmennaráði Grafarvogs:

Lagt er til að Reykjavíkurborg bjóði upp á fagmannlega geðfræðslu fyrir nemendur á mið- og unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkurborgar frá og með hausti 2019 með stuðningi skóla og frístundasviðs.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:

Lagt er til að Reykjavíkurborg, í samstarfi við heilsugæsluna, efli geðfræðslu fyrir nemendur á mið- og unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkurborgar frá og með hausti 2019.

Samþykkt. R17030009

Fundi slitið kl. 17.25

Forseti gekk frá fundargerð.

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn og Reykjavíkurráð ungmenna 28.2.2017 - Prentvæn útgáfa